Fiorentina og Olympiacos í kjörstöðu eftir mikla markaleiki Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. maí 2024 21:23 Douglas Luiz klikkaði á vítaspyrnu undir lokin og tókst ekki að minnka muninn. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Fiorentina rétt marði 3-2 sigur gegn Club Brugge og Aston Villa tapaði 2-4 á heimavelli gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Aston Villa lenti snemma tveimur mörkum undir gegn Olympiacos. Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörkin, það fyrra fékk að standa eftir langa myndbandsskoðun. Villa menn minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu svo snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Ollie Watkins og Moussa Diaby. Það dugði þeim skammt því á 56. mínútu fékk Olympiacos vítaspyrnu. Ayoub El Kaabi steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Santiago Hezze skoraði svo fjórða markið og gulltryggði sigur Olympiacos á 67. mínútu. Aston Villa fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin en Douglas Luiz skaut vítaspyrnu í stöngina. Missed a late penalty and lost the first leg 4-2 at home to Olympiacos. Aston Villa's UECL dream is fading away 👋 pic.twitter.com/YKrc4AtpL3— B/R Football (@brfootball) May 2, 2024 Fiorentina tók á móti Club Brugge og tryggði sigur í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn í tvígang. Heimamenn komust marki yfir strax á 5. mínútu þegar Riccardo Sottil setti boltann í netið eftir stoðsendingu Nicolas González. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir þegar Hans Vanaken skoraði úr vítaspyrnu sem Igor Thiago fiskaði. Igor Thiago jafnaði svo sjálfur metin í 2-2 eftir að Fiorentina komst aftur yfir með marki frá Andrea Belotti. Þá hafði Club Brugge misst mann af velli þegar Raphael Onyedika fékk tvö gul spjöld með stuttu millibil. Allt stefndi í jafntefli en M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina á fyrstu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og þeir fjólubláu fara með eins marks forystu inn í seinni leikinn. Bayer Leverkusen tekur á móti Roma eftir viku, fimmtudaginn 9. maí klukkan 19:00. Atalanta tekur svo á móti Marseille á sama tíma degi síðar. Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Aston Villa lenti snemma tveimur mörkum undir gegn Olympiacos. Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörkin, það fyrra fékk að standa eftir langa myndbandsskoðun. Villa menn minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu svo snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Ollie Watkins og Moussa Diaby. Það dugði þeim skammt því á 56. mínútu fékk Olympiacos vítaspyrnu. Ayoub El Kaabi steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Santiago Hezze skoraði svo fjórða markið og gulltryggði sigur Olympiacos á 67. mínútu. Aston Villa fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin en Douglas Luiz skaut vítaspyrnu í stöngina. Missed a late penalty and lost the first leg 4-2 at home to Olympiacos. Aston Villa's UECL dream is fading away 👋 pic.twitter.com/YKrc4AtpL3— B/R Football (@brfootball) May 2, 2024 Fiorentina tók á móti Club Brugge og tryggði sigur í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn í tvígang. Heimamenn komust marki yfir strax á 5. mínútu þegar Riccardo Sottil setti boltann í netið eftir stoðsendingu Nicolas González. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir þegar Hans Vanaken skoraði úr vítaspyrnu sem Igor Thiago fiskaði. Igor Thiago jafnaði svo sjálfur metin í 2-2 eftir að Fiorentina komst aftur yfir með marki frá Andrea Belotti. Þá hafði Club Brugge misst mann af velli þegar Raphael Onyedika fékk tvö gul spjöld með stuttu millibil. Allt stefndi í jafntefli en M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina á fyrstu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og þeir fjólubláu fara með eins marks forystu inn í seinni leikinn. Bayer Leverkusen tekur á móti Roma eftir viku, fimmtudaginn 9. maí klukkan 19:00. Atalanta tekur svo á móti Marseille á sama tíma degi síðar.
Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti