Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 14:23 Baldur Þórhallsson segir niðurstöðurnar vonbrigði en að hann finni mikinn meðbyr. vísir/vilhelm Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira