Kyrie kann að loka einvígum og Dallas sló loksins út Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 09:30 Kyrie Irving fagnar í sigri Dallas Mavericks. Hann fór í gang í seinni hálfleik og kláraði einvígið á móti Clippers. AP/Mark J. Terrill Dallas Mavericks varð í nótt fjórða og síðasta liðið í Vesturdeildinni til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en við fáum aftur á móti oddaleik í síðasta einvíginu austan megin. Dallas vann 114-101 sigur á Los Angeles Clippers og mætir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers spila aftur á móti hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar og oddaleikurinn hjá þeim fer fram á morgun. Fimmtíu stig frá Donovan Mitchell dugðu ekki til að klára einvígið. Luka Doncic and Kyrie Irving have been in their bag so far in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel 🎒Doncic: 29.8 PPG, 8.8 RPG, 9.5 APGIrving: 26.5 PPG, 5.7 RPG, 4.7 APGCheck out their best plays of Round 1 ⤵️ pic.twitter.com/freX68snNK— NBA (@NBA) May 4, 2024 Dallas maðurinn Kyrie Irving var fyrir leikinn í nótt 12-0 á ferlinum í leikjum þar sem hann getur klárað einvígi í úrslitakeppninni og hann bætti enn einum sigrinum við á móti Clippers. Hann kann heldur betur að klára einvígi. Irving var frábær með 30 stig og hann gerði endanlega út um leikinn með fjögurra stiga sókn í fjórða leikhlutanum. Setti þá niður þrist og víti að auki. Hann tók annars yfir leikinn í seinni hálfleiknum og var þá með 28 af 30 stigum sínum. Þetta var langþráður sigur hjá Dallas því Clippers hafði slegið þá út þrisvar sinnum í fyrstu umferð á síðustu fimm árum. 2ND HALF KYRIE TAKEOVER 😤 Kyrie Irving scored 28 of his 30 points in the 2nd half to help advance the @dallasmavs to the West Semis!DAL visits OKC for Game 1 on Tuesday at 9:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/RjZl7rTZBO— NBA (@NBA) May 4, 2024 Luka Doncic var með 28 stig og 13 stoðsendingar en hitti ekki vel. Hann var aðeins 1 af 10 í þriggja stiga skotum. Paul George var með 18 stig og 11 fráköst og James Harden bætti við 16 stigum og 13 stoðsendingum. Harden klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Það munaði auðvitað mikið um það að Kawhi Leonard meiddist í einvíginu og spilaði ekki í þremur síðustu leikjunum. Paolo Banchero skoraði 27 stig þegar Orlando Magic tryggði sér oddaleik með 103-96 sigri á Cleveland Cavaliers. Franz Wagner bætti við 26 stigum og Jalen Suggs (22 stg) hitti úr sex þriggja stiga skotum. Banchero skoraði 10 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Orlando vann 30-18 og forðaði sér frá sumarfríi. Nú er liðið bara einum sigri frá undanúrslitaeinvígi á móti Boston Celtics. Donovan Mitchell var magnaður í liði Cleveland með fimmtíu stig en það dugði ekki til. Hann hitti úr 22 af 36 skotum sínum þar af 3 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Darius Garland skoraði 21 stig en vandamálið var slök þriggja stiga nýting liðsins þar sem aðeins 7 af 28 skotum rötuðu rétta leið (25%). Spida WENT OFF for 50 PTS in a tough Game 6 loss in Orlando 🕷️Donovan Mitchell joins LeBron James as the only players in Cavaliers franchise history to score 50+ points in a playoff game!Game 7: Sunday, 1pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/KdNTlb22zY— NBA (@NBA) May 4, 2024 NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Dallas vann 114-101 sigur á Los Angeles Clippers og mætir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers spila aftur á móti hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar og oddaleikurinn hjá þeim fer fram á morgun. Fimmtíu stig frá Donovan Mitchell dugðu ekki til að klára einvígið. Luka Doncic and Kyrie Irving have been in their bag so far in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel 🎒Doncic: 29.8 PPG, 8.8 RPG, 9.5 APGIrving: 26.5 PPG, 5.7 RPG, 4.7 APGCheck out their best plays of Round 1 ⤵️ pic.twitter.com/freX68snNK— NBA (@NBA) May 4, 2024 Dallas maðurinn Kyrie Irving var fyrir leikinn í nótt 12-0 á ferlinum í leikjum þar sem hann getur klárað einvígi í úrslitakeppninni og hann bætti enn einum sigrinum við á móti Clippers. Hann kann heldur betur að klára einvígi. Irving var frábær með 30 stig og hann gerði endanlega út um leikinn með fjögurra stiga sókn í fjórða leikhlutanum. Setti þá niður þrist og víti að auki. Hann tók annars yfir leikinn í seinni hálfleiknum og var þá með 28 af 30 stigum sínum. Þetta var langþráður sigur hjá Dallas því Clippers hafði slegið þá út þrisvar sinnum í fyrstu umferð á síðustu fimm árum. 2ND HALF KYRIE TAKEOVER 😤 Kyrie Irving scored 28 of his 30 points in the 2nd half to help advance the @dallasmavs to the West Semis!DAL visits OKC for Game 1 on Tuesday at 9:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/RjZl7rTZBO— NBA (@NBA) May 4, 2024 Luka Doncic var með 28 stig og 13 stoðsendingar en hitti ekki vel. Hann var aðeins 1 af 10 í þriggja stiga skotum. Paul George var með 18 stig og 11 fráköst og James Harden bætti við 16 stigum og 13 stoðsendingum. Harden klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Það munaði auðvitað mikið um það að Kawhi Leonard meiddist í einvíginu og spilaði ekki í þremur síðustu leikjunum. Paolo Banchero skoraði 27 stig þegar Orlando Magic tryggði sér oddaleik með 103-96 sigri á Cleveland Cavaliers. Franz Wagner bætti við 26 stigum og Jalen Suggs (22 stg) hitti úr sex þriggja stiga skotum. Banchero skoraði 10 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Orlando vann 30-18 og forðaði sér frá sumarfríi. Nú er liðið bara einum sigri frá undanúrslitaeinvígi á móti Boston Celtics. Donovan Mitchell var magnaður í liði Cleveland með fimmtíu stig en það dugði ekki til. Hann hitti úr 22 af 36 skotum sínum þar af 3 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Darius Garland skoraði 21 stig en vandamálið var slök þriggja stiga nýting liðsins þar sem aðeins 7 af 28 skotum rötuðu rétta leið (25%). Spida WENT OFF for 50 PTS in a tough Game 6 loss in Orlando 🕷️Donovan Mitchell joins LeBron James as the only players in Cavaliers franchise history to score 50+ points in a playoff game!Game 7: Sunday, 1pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/KdNTlb22zY— NBA (@NBA) May 4, 2024
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira