„Ég get ekki annað en sagt satt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2024 10:23 Sumir eiga erfitt með að trúa því að Baldur hafi gleymt því hvernig hann greiddi atkvæði. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við Baldur, Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund sem þykja sigurstranglegust ef litið er til nýjustu skoðanakannana. Þessi ummæli Baldurs komu í kjölfar þess að hann var spurður út í hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave á sínum tíma. „Ég er bara þannig gerður að ég get ekki annað en sagt satt og rétt frá og ég segi ekki ósatt frá þó að það myndi hagnast mér pólitískt. Það er einfaldlega þannig að þegar þessar Icesave umræða var þá var ég ósáttur með allt það ferli. Sérstaklega hvernig staðið var að fyrstu samningunum,“ segir Baldur. Óviss fram á síðasta dag Hann segist hafa haft allt á hornum sér gagnvart fyrstu samningunum og verið allt nema sáttur við þá seinni. Hann hafi verið fenginn sem sérfræðingur til að greina kosti og galla samningsins en það hafi málað hann upp sem talsmann hans sem hann tekur fyrir að hafa verið. „Ég var satt best að segja fram á síðasta dag óviss hvað ég átti að gera. Hvort ég átti að greiða atkvæði með eða skila auðu. Ég get ekki annað en sagt sannleikann og ef ég verð kosinn forseti Íslands mun ég alltaf standa með þjóðinni og ég mun halda áfram að segja alltaf satt,“ segir Baldur. „Svo fóru menn að deila um þetta á samfélagsmiðlunum eins og gerist og gengur. Sumir hneyksluðust ógurlega. En það var svo gaman að sjá hópinn sem var að velta því fyrir sér: „Ég bara man ekki hvað ég gerði.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Tengdar fréttir Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. 3. maí 2024 15:01 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við Baldur, Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund sem þykja sigurstranglegust ef litið er til nýjustu skoðanakannana. Þessi ummæli Baldurs komu í kjölfar þess að hann var spurður út í hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave á sínum tíma. „Ég er bara þannig gerður að ég get ekki annað en sagt satt og rétt frá og ég segi ekki ósatt frá þó að það myndi hagnast mér pólitískt. Það er einfaldlega þannig að þegar þessar Icesave umræða var þá var ég ósáttur með allt það ferli. Sérstaklega hvernig staðið var að fyrstu samningunum,“ segir Baldur. Óviss fram á síðasta dag Hann segist hafa haft allt á hornum sér gagnvart fyrstu samningunum og verið allt nema sáttur við þá seinni. Hann hafi verið fenginn sem sérfræðingur til að greina kosti og galla samningsins en það hafi málað hann upp sem talsmann hans sem hann tekur fyrir að hafa verið. „Ég var satt best að segja fram á síðasta dag óviss hvað ég átti að gera. Hvort ég átti að greiða atkvæði með eða skila auðu. Ég get ekki annað en sagt sannleikann og ef ég verð kosinn forseti Íslands mun ég alltaf standa með þjóðinni og ég mun halda áfram að segja alltaf satt,“ segir Baldur. „Svo fóru menn að deila um þetta á samfélagsmiðlunum eins og gerist og gengur. Sumir hneyksluðust ógurlega. En það var svo gaman að sjá hópinn sem var að velta því fyrir sér: „Ég bara man ekki hvað ég gerði.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Tengdar fréttir Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. 3. maí 2024 15:01 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. 3. maí 2024 15:01