Gaman að geta grætt fólk á góðan hátt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2024 12:13 Magnús Kjartan Eyjólfsson kom dætrum sínum og ballgestum á óvart og söng með Stuðlabandinu í fyrsta sinn frá greiningunni Vísir/Samsett Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, steig á stokk í gær í fyrsta sinn frá því að hann greindist með hvítblæði í febrúar á þessu ári. Stuðlabandið spilaði á Samfés og Magnús söng með þeim tvö lög. Hann segir stundina hafa verið einstaka sér í lagi vegna þess að hann á tvær dætur sem voru á ballinu. „Ég náði þarna tveimur lögum. Þetta er í fyrsta skipti frá því að ég greindist með hvítblæði sem ég spila fyrir fólk. Lítið skref í ákveðinni endurkomu,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Tvær dætur Magnúsar voru gestir á ballinu og segir hann að þær hafi ekki vitað af því að faðir þeirra myndi koma fram. Magnús segir kvöldið hafa verið stórskemmtileg og að það sé gott að vita að hann geti enn sungið. Þetta hafi verið takmark alveg frá því að hann komst að því að hljómsveitin hefði verið ráðin til að spila á ballinu. „Þetta var tilfinningaþrungin stund að horfa ofan af sviðinu og sjá framan í stelpurnar gráta úti í sal. Það er gaman þegar maður nær að græta fólk á góðan hátt,“ segir Magnús um gærkvöldið. Sigríður Jónsdóttir eiginkona Magnúsar birti færslu á síðu sína á Facebook þar sem hún fagnaði kvöldinu. „Stóru sigrarnir eru svo geggjaðir og þetta kvöld var eitt af þeim. Ég tryllist úr stolti!“ segir hún. „Með tvær af dætrum sínum í salnum í Laugardalshöll, var eðlilega eftirvæntingin mikil, og þó svo að þetta sé búið að vera takmarkið síðustu vikur að þá hefur heilsan ekkert verið alltaf góð í lyfjagjöfinni sem hann er í, og því ekkert öruggt fyrr en bara í kvöld þegar hann steig inn á svið og maður minn. Hann átti þetta svið,“ skrifar Sigríður. Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Ég náði þarna tveimur lögum. Þetta er í fyrsta skipti frá því að ég greindist með hvítblæði sem ég spila fyrir fólk. Lítið skref í ákveðinni endurkomu,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Tvær dætur Magnúsar voru gestir á ballinu og segir hann að þær hafi ekki vitað af því að faðir þeirra myndi koma fram. Magnús segir kvöldið hafa verið stórskemmtileg og að það sé gott að vita að hann geti enn sungið. Þetta hafi verið takmark alveg frá því að hann komst að því að hljómsveitin hefði verið ráðin til að spila á ballinu. „Þetta var tilfinningaþrungin stund að horfa ofan af sviðinu og sjá framan í stelpurnar gráta úti í sal. Það er gaman þegar maður nær að græta fólk á góðan hátt,“ segir Magnús um gærkvöldið. Sigríður Jónsdóttir eiginkona Magnúsar birti færslu á síðu sína á Facebook þar sem hún fagnaði kvöldinu. „Stóru sigrarnir eru svo geggjaðir og þetta kvöld var eitt af þeim. Ég tryllist úr stolti!“ segir hún. „Með tvær af dætrum sínum í salnum í Laugardalshöll, var eðlilega eftirvæntingin mikil, og þó svo að þetta sé búið að vera takmarkið síðustu vikur að þá hefur heilsan ekkert verið alltaf góð í lyfjagjöfinni sem hann er í, og því ekkert öruggt fyrr en bara í kvöld þegar hann steig inn á svið og maður minn. Hann átti þetta svið,“ skrifar Sigríður.
Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira