Leuven var á heimavelli í toppslagnum á móti Anderlecht en tapaði leiknum 1-0.
Sigurmark Anderlecht kom á lokamínútu leiksins. Það þýðir að Anderlecht er nú með þriggja stiga forskot á Leuven en þetta eru tvö efstu liðin í úrslitakeppni efri hlutans.
Þetta er þó ekki búið því það eru enn þrjár umferðir eftir af úrslitakeppninni en vonin veiktist mikið eftir þessi úrslit.
Þetta annað svekkjandi tap Leuven liðsins á stuttum tíma því á miðvikudaginn tapaði liðið í vítakeppni á móti Club Brugge í bikarúrslitaleiknum.
Diljá var í byrjunarliðinu en hún er markahæsti leikmaður deildarinnar með tuttugu mörk.