Ætlað að móta aðgerðir gegn ofbeldi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2024 21:06 Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, sem er alsæll með nýja verkefnið en með honum á myndinni er Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, sem er líka mjög ánægð með verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Öruggara Suðurland“ er nýtt verkefni, sem lögreglan á Suðurlandi stendur fyrir í samstarfi við sveitarfélögin fjórtán á svæðinu og nokkrar stofnanir, en tilgangurinn er að móta aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurlandi. Stofnfundur “Öruggara Suðurland” fór fram í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi, ásamt sýslumanni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk allra sveitarstjóra eða bæjarstjóra á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um verkefnið. „Ég vil að þetta verkefni skili bættum ferlum, aukinni skilvirkni og betri þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis. Það er mikill áhugi og maður fann vel kraftinn í salnum á stofnfundinum”, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. En hvað með almenning á Suðurlandi, getur hann eitthvað gert í þessu verkefni? „Já, almenningur getur alltaf haft augun opin og tilkynnt til viðbragðsaðila ef að það er grunur um að fólk búi við ofbeldi og ég tala nú ekki um börn, að tilkynna á rétta staði,” segir Arndís Soffía. Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, sem er mjög ánægður og bindur miklar vonir við nýja verkefnið. Hún stýrði stofnfundinum í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og lögreglustjórinn bindur miklar vonir við verkefnið. „Tilgangurinn er að kerfin okkar öll tali saman og að við vinnum, sem ein heild í kerfinu allir þessir aðilar, það er gríðarlega mikilvægt. Ég ætla að vona að verkefnið skili „Öruggara Suðurlandi“, það er markmiðið og við höfum óbilandi trú á því að okkur muni takast að ná því,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þannig að þú ert alsæll með þetta? „Já, mjög ánægður, stofndagur verkefnisins var góður dagur“, segir Grímur. Fulltrúar sveitarfélaganna, stofnana og lögreglunnar eftir að undirskrift um samstarfsyfirlýsinguna fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Lögreglan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stofnfundur “Öruggara Suðurland” fór fram í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi, ásamt sýslumanni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk allra sveitarstjóra eða bæjarstjóra á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um verkefnið. „Ég vil að þetta verkefni skili bættum ferlum, aukinni skilvirkni og betri þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis. Það er mikill áhugi og maður fann vel kraftinn í salnum á stofnfundinum”, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. En hvað með almenning á Suðurlandi, getur hann eitthvað gert í þessu verkefni? „Já, almenningur getur alltaf haft augun opin og tilkynnt til viðbragðsaðila ef að það er grunur um að fólk búi við ofbeldi og ég tala nú ekki um börn, að tilkynna á rétta staði,” segir Arndís Soffía. Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, sem er mjög ánægður og bindur miklar vonir við nýja verkefnið. Hún stýrði stofnfundinum í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og lögreglustjórinn bindur miklar vonir við verkefnið. „Tilgangurinn er að kerfin okkar öll tali saman og að við vinnum, sem ein heild í kerfinu allir þessir aðilar, það er gríðarlega mikilvægt. Ég ætla að vona að verkefnið skili „Öruggara Suðurlandi“, það er markmiðið og við höfum óbilandi trú á því að okkur muni takast að ná því,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þannig að þú ert alsæll með þetta? „Já, mjög ánægður, stofndagur verkefnisins var góður dagur“, segir Grímur. Fulltrúar sveitarfélaganna, stofnana og lögreglunnar eftir að undirskrift um samstarfsyfirlýsinguna fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Lögreglan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira