Til þessa notuðust strákarnir fyrst við .22 kalibera kúlu og reyndu að skjóta henni í gegnum .50 kalibera kúlu fyrir skammbyssu eins og hina víðfrægu Desert Eagle.
Þeir notuðu mismunandi leiðir við tilraun þeirra en flest bendir til þess að ekki sé hægt að skjóta byssukúlu í gegnum aðra.
Einnig prófuðu þeir að skjóta byssukúlu aftan í .50 kal skot og sjá hvort þeir gætu skotið seinna skotinu þannig.
Í kvikmyndinni sem þeir Gavin og Dan vísuðu til í upphafi myndbands þeirra var kúlan sem fór í gegnum aðra byssukúlu var smærri, oddhvassari og harðgerðari en .22 kalibera kúlur. Þá hafði báðum kúlunum verið skotið og mættust þær því að mun meiri hraða en í tilraun Slow Mo Guys.
Strákarnir áttuðu sig á því og prófuðu að skjóta öflugra skoti að .50 kalibera kúlunni, sem gaf þeim allt aðra niðurstöðu en fyrstu tilraunirnar.
Sjá má tilraunir Gavin og Dan í spilaranum hér að neðan.