Á vesturleiðinni en ekki á hundrað og tíu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 13:38 Ökumenn á Íslandi gæta ekki nægilega vel að sér þegar ekið er framhjá verkamönnum að störfum. Myndin er af vegaframkvæmdur við Suðurlandsveg úr safni. Hér eru menn ekki á vesturleiðinni. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér. Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi. Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi.
Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira