Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2024 23:09 Lokað vegna viðhalds. Þetta skilti blasti við ferðamönnum á fjörukambinum í þorpinu Tjørnuvík á Straumey. Egill Aðalsteinsson Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. Í fréttum Stöðvar 2 var farið til Færeyja. Þorpið Tjørnuvík á Straumey þykir spennandi staður fyrir ferðmenn að heimsækja. Í fjörukambinum, við hliðina á hjólbörum, skóflum og hrífum, mætti þeim hins vegar skilti með áletruninni „Closed for Maintenance”, eða „Lokað vegna viðhalds”. Hér var í gangi verkefni Ferðamálastofu Færeyinga sem vakið hefur alþjóðaathygli. Guðrið Højgaard er framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands.Egill Aðalsteinsson „Átak sem við hófum árið 2019 þegar heimurinn tókst á við offjölgun ferðamanna. Þá vildum við færa umræðuna á það stig að ekki yrði litið á ferðamenn sem vandamál heldur sem hluta af lausninni,” segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands. Í hópi eitthundrað sjálfboðaliða sem komust að eru tveir Íslendingar. Annar þeirra, Hrafnhildur Ævarsdóttir, er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. „Já, ég tók mér frí úr vinnunni í náttúruvernd og kom yfir til Færeyja til að fara í náttúruvernd,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, var í hópi sjálfboðaliða í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsverkefnin í ár voru á átta stöðum á sex eyjum og stóðu yfir í þrjá daga. „Sumir eru í göngustígum. Það er verið að hlaða veggi, laga girðingar. Ég er að setja upp svona tröppur og stiga. Þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju,“ segir Hrafnhildur. „Þau koma öll til að vinna sem sjálfboðaliðar og greiða sjálf ferðakostnað sinn til Færeyja. Svo greiðum við fyrir fæði og húsnæði og það er frábært að fólk sé tilbúið að gera þetta,” segir Guðrið. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson „Það er náttúrlega einstakt að fá að heimsækja Færeyjar og mjög margir sem vilja koma. Það voru einhverjar þúsundir sem sóttu um í ár. Ætli það séu ekki hundrað sem komast að,“ segir Hrafnhildur. „Núna voru það sex þúsund manns sem sóttu um þannig að þetta eru þúsundir manna. Fólk vill gjarnan láta gott af sér leiða. Það vill skilja eitthvað jákvætt eftir sig,” segir Guðrið. En verða ferðamenn ekki svekktir að koma að lokuðum stöðum? „Nei, nei. Mjög margir þakka okkur fyrir þetta,“ svarar Hrafnhildur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Ferðalög Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið til Færeyja. Þorpið Tjørnuvík á Straumey þykir spennandi staður fyrir ferðmenn að heimsækja. Í fjörukambinum, við hliðina á hjólbörum, skóflum og hrífum, mætti þeim hins vegar skilti með áletruninni „Closed for Maintenance”, eða „Lokað vegna viðhalds”. Hér var í gangi verkefni Ferðamálastofu Færeyinga sem vakið hefur alþjóðaathygli. Guðrið Højgaard er framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands.Egill Aðalsteinsson „Átak sem við hófum árið 2019 þegar heimurinn tókst á við offjölgun ferðamanna. Þá vildum við færa umræðuna á það stig að ekki yrði litið á ferðamenn sem vandamál heldur sem hluta af lausninni,” segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands. Í hópi eitthundrað sjálfboðaliða sem komust að eru tveir Íslendingar. Annar þeirra, Hrafnhildur Ævarsdóttir, er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. „Já, ég tók mér frí úr vinnunni í náttúruvernd og kom yfir til Færeyja til að fara í náttúruvernd,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, var í hópi sjálfboðaliða í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsverkefnin í ár voru á átta stöðum á sex eyjum og stóðu yfir í þrjá daga. „Sumir eru í göngustígum. Það er verið að hlaða veggi, laga girðingar. Ég er að setja upp svona tröppur og stiga. Þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju,“ segir Hrafnhildur. „Þau koma öll til að vinna sem sjálfboðaliðar og greiða sjálf ferðakostnað sinn til Færeyja. Svo greiðum við fyrir fæði og húsnæði og það er frábært að fólk sé tilbúið að gera þetta,” segir Guðrið. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson „Það er náttúrlega einstakt að fá að heimsækja Færeyjar og mjög margir sem vilja koma. Það voru einhverjar þúsundir sem sóttu um í ár. Ætli það séu ekki hundrað sem komast að,“ segir Hrafnhildur. „Núna voru það sex þúsund manns sem sóttu um þannig að þetta eru þúsundir manna. Fólk vill gjarnan láta gott af sér leiða. Það vill skilja eitthvað jákvætt eftir sig,” segir Guðrið. En verða ferðamenn ekki svekktir að koma að lokuðum stöðum? „Nei, nei. Mjög margir þakka okkur fyrir þetta,“ svarar Hrafnhildur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Ferðalög Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Sjá meira
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21
Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43