Engri kirkju hollt að vera of nálægt ríkinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2024 19:30 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup þegar hún kom á Biskupsstofu að afloknu kjöri í dag. Vísir/Vilhelm Nýkjörin biskup segir þjóðkirkjuna enn eiga erindi í samfélaginu. Búið væri að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt væri enda engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup og óskaði henni til hamingju með kjörið þegar Guðrún kom á Biskupsstofu í dag. Kosið var á milli Sr. Guðrúnar sóknarprests í Grafarvogskirkju og Sr.Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju í síðari umferð biskupskjörs Úrslitin lágu fyrir í hádeginu og hlaut Guðrún 52 prósent atkvæða og Guðmundur Karl 47 prósent. Hún tekur við embættinu 1. júlí og verður síðan formlega sett í embætti með athöfn hinn 1. september. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörin biskup Íslands segir engri kirkju heilbrigt að standa allt of nálægt ríkisvaldinu.Vísir/Vilhelm „Ég á eiginlega vart til orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ sagði Guðrún eftir að starfsfólk Biskupsstofu hafði tekið henni fagnandi klukkan tvö í dag. Hún þakkar Agnesi Sigurðardóttur einnig fyrir að hafa rutt brautina fyrst kvenna í embætti biskups Íslands og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur sem fyrst kvenna varð vígslubiskup. Guðrún segir erindi þjóðkirkjunnar um kærleika Guðs og trúna á almættið alltaf eiga erindi í þjóðfélaginu. „Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi klikkar aldrei,“ segir nýkjörin biskup. Hún er sátt við þær breytingar sem Agnes hefur leitt á kirkjunni á undanförnum árum. Þjóðkirkja eigi einnig enn erindi í samfélaginu enda gert ráð fyrir henni í stjórnarskránni. „Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Ég held að það sé engri kirkju heilbrigt að vera allt of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt nú,“segir Guðrún. Agnes Sigurðardóttir hefur setið á biskupsstóli í 12 ár og var fyrst kvenna til að ná kjöri í það embætti.Vísir/Vilhelm Agnes er þakklát fyrir tólf ár á biskupsstóli og fagnar annarri konu í embættið. „Mér finnst það líka gott fyrir ásýnd kirkjunnar að á biskupafundi sitji ein kona og tveir karlar en ekki þrír karlar til dæmis. En allt þetta fólk sem gaf kost á sér til að vera biskup Íslands er mjög gott fólk. Það hefði hver sem er þeirra getað tekið við af mér út frá því. En ég fagna þessari niðurstöðu,“segir Agnes Sigurðardóttir. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup og óskaði henni til hamingju með kjörið þegar Guðrún kom á Biskupsstofu í dag. Kosið var á milli Sr. Guðrúnar sóknarprests í Grafarvogskirkju og Sr.Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju í síðari umferð biskupskjörs Úrslitin lágu fyrir í hádeginu og hlaut Guðrún 52 prósent atkvæða og Guðmundur Karl 47 prósent. Hún tekur við embættinu 1. júlí og verður síðan formlega sett í embætti með athöfn hinn 1. september. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörin biskup Íslands segir engri kirkju heilbrigt að standa allt of nálægt ríkisvaldinu.Vísir/Vilhelm „Ég á eiginlega vart til orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ sagði Guðrún eftir að starfsfólk Biskupsstofu hafði tekið henni fagnandi klukkan tvö í dag. Hún þakkar Agnesi Sigurðardóttur einnig fyrir að hafa rutt brautina fyrst kvenna í embætti biskups Íslands og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur sem fyrst kvenna varð vígslubiskup. Guðrún segir erindi þjóðkirkjunnar um kærleika Guðs og trúna á almættið alltaf eiga erindi í þjóðfélaginu. „Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi klikkar aldrei,“ segir nýkjörin biskup. Hún er sátt við þær breytingar sem Agnes hefur leitt á kirkjunni á undanförnum árum. Þjóðkirkja eigi einnig enn erindi í samfélaginu enda gert ráð fyrir henni í stjórnarskránni. „Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Ég held að það sé engri kirkju heilbrigt að vera allt of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt nú,“segir Guðrún. Agnes Sigurðardóttir hefur setið á biskupsstóli í 12 ár og var fyrst kvenna til að ná kjöri í það embætti.Vísir/Vilhelm Agnes er þakklát fyrir tólf ár á biskupsstóli og fagnar annarri konu í embættið. „Mér finnst það líka gott fyrir ásýnd kirkjunnar að á biskupafundi sitji ein kona og tveir karlar en ekki þrír karlar til dæmis. En allt þetta fólk sem gaf kost á sér til að vera biskup Íslands er mjög gott fólk. Það hefði hver sem er þeirra getað tekið við af mér út frá því. En ég fagna þessari niðurstöðu,“segir Agnes Sigurðardóttir.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22
Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12