Lengri lokun þar sem kerfið hefur „hangið á bláþræði“ Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2024 14:10 Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokum, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. Seltjarnarnes Árleg vorlokun Seltjarnarneslaugar verður lengri í ár en síðustu ár. Skipta þarf um stýrikerfi sem forstöðumaður laugarinnar segir að hafi „hangið á bláþræði“ í of langan tíma. Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur. Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur.
Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00