Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 15:54 Teikning af því hvernig 55 Cancri e og móðurstjarna hennar gætu litið út. Yfirborð plánetunnar er líklega ólgandi kvikuhaf. NASA, ESA, CSA, R. Crawford (STScI) Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Bergreikistjarnan 55 Cancri e er í 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún er einn fimm þekktra reikistjarna á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar í stjörnumerkinu krabbanum. Þvermál reikistjörnunnar er tvöfalt meira en jarðarinnar og massinn um áttfalt meiri. Hún skilgreind sem svonefnt ofurjörð: stærri en jörðin en minni en ísrisinn Neptúnus. Nú telur hópur vísindamanna í Bandaríkjunum að þeir hafi greint merki um lofthjúp í kringum 55 Cancri e í gögnum James Webb-geimsjónaukans. Þeir greindu hitageislun reikistjörnunnar og komust að því að daghlið hennar væri nokkuð svalari en hún ætti að vera ef það væri enginn lofthjúpur. Reikistjarnan er með svokallaðan bundin möndulsnúning sem þýðir að hún snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni líkt og tunglið gagnvart jörðinni. Hún gengur afar þétt um móðurstjörnuna, aðeins einn tuttugasta og fimmta af fjarlægðinni á milli Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, og sólarinnar. Stjörnufræðingarnir reiknuðu út að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar ætti að vera um 2.200°C ef enginn væri lofthjúpurinn. Sú staðreynd að þeir mældu hita í kringum 1.540°C er vísbending um að lofthjúpur dreifi hitanum á milli dag- og næturhliðarinnar. Gögnin benda til þess að lofthjúpurinn gæti verið myndaður úr kolmónoxíði eða koltvísýringi. Fljótandi hraun á yfirborðinu Aðstæður á 55 Cancri e eru helvíti líkastar. Fyrir utan lofthitann sem gæti brætt stál er yfirborðið að öllum líkindum ekki fast berg heldur fljótandi og ólgandi hraun. Talið er að yfirborð jarðarinnar hafi verið bráðið fyrst eftir myndun hennar fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Þó að svo gott sem engar líkur séu á að reikistjarnan sé lífvænleg getur uppgötvun á lofthjúpi í kringum hana hjálpað vísindamönnum að skilja betur samband lofthjúps, yfirborðs og innra byrðis bergreikistjarna og þannig veitt þeim innsýn í forsögu jarðarinnar, Venusar og Mars. „Á endanum viljum við skilja hvaða aðstæður gerðu bergreikistjörnum kleift að halda í gasríkt andrúmsloft sem er lykilhráefni lífvænlegra reikistjarna,“ segir Renyu Hu, aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Líklegast er að lofthjúpur 55 Cancri e sé gas úr innyflum reikistjörnunnar enda hefði hitinn og geislunin frá móðurstjörnunni fyrir löngu feykt burt lofthjúpi frá myndun hennar. Þá er líklegt að lofthjúpurinn sé einnig myndaður úr gastegundum eins og köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og uppgufuðu bergi. Jafnvel gætu þar verið skammlíf ský mynduð úr smáum hraundropum sem þéttast í lofthjúpnum, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Framhaldsrannsóknir á reikistjörnunni eiga að veita stjörnufræðingunum skýrari mynd af hitamuninum á milli dag- og næturhliðarinnar og þar með veðurfari og loftslagi hennar. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35 Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bergreikistjarnan 55 Cancri e er í 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún er einn fimm þekktra reikistjarna á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar í stjörnumerkinu krabbanum. Þvermál reikistjörnunnar er tvöfalt meira en jarðarinnar og massinn um áttfalt meiri. Hún skilgreind sem svonefnt ofurjörð: stærri en jörðin en minni en ísrisinn Neptúnus. Nú telur hópur vísindamanna í Bandaríkjunum að þeir hafi greint merki um lofthjúp í kringum 55 Cancri e í gögnum James Webb-geimsjónaukans. Þeir greindu hitageislun reikistjörnunnar og komust að því að daghlið hennar væri nokkuð svalari en hún ætti að vera ef það væri enginn lofthjúpur. Reikistjarnan er með svokallaðan bundin möndulsnúning sem þýðir að hún snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni líkt og tunglið gagnvart jörðinni. Hún gengur afar þétt um móðurstjörnuna, aðeins einn tuttugasta og fimmta af fjarlægðinni á milli Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, og sólarinnar. Stjörnufræðingarnir reiknuðu út að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar ætti að vera um 2.200°C ef enginn væri lofthjúpurinn. Sú staðreynd að þeir mældu hita í kringum 1.540°C er vísbending um að lofthjúpur dreifi hitanum á milli dag- og næturhliðarinnar. Gögnin benda til þess að lofthjúpurinn gæti verið myndaður úr kolmónoxíði eða koltvísýringi. Fljótandi hraun á yfirborðinu Aðstæður á 55 Cancri e eru helvíti líkastar. Fyrir utan lofthitann sem gæti brætt stál er yfirborðið að öllum líkindum ekki fast berg heldur fljótandi og ólgandi hraun. Talið er að yfirborð jarðarinnar hafi verið bráðið fyrst eftir myndun hennar fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Þó að svo gott sem engar líkur séu á að reikistjarnan sé lífvænleg getur uppgötvun á lofthjúpi í kringum hana hjálpað vísindamönnum að skilja betur samband lofthjúps, yfirborðs og innra byrðis bergreikistjarna og þannig veitt þeim innsýn í forsögu jarðarinnar, Venusar og Mars. „Á endanum viljum við skilja hvaða aðstæður gerðu bergreikistjörnum kleift að halda í gasríkt andrúmsloft sem er lykilhráefni lífvænlegra reikistjarna,“ segir Renyu Hu, aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Líklegast er að lofthjúpur 55 Cancri e sé gas úr innyflum reikistjörnunnar enda hefði hitinn og geislunin frá móðurstjörnunni fyrir löngu feykt burt lofthjúpi frá myndun hennar. Þá er líklegt að lofthjúpurinn sé einnig myndaður úr gastegundum eins og köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og uppgufuðu bergi. Jafnvel gætu þar verið skammlíf ský mynduð úr smáum hraundropum sem þéttast í lofthjúpnum, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Framhaldsrannsóknir á reikistjörnunni eiga að veita stjörnufræðingunum skýrari mynd af hitamuninum á milli dag- og næturhliðarinnar og þar með veðurfari og loftslagi hennar.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35 Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35
Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53