Börnum safnað saman og þau skotin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 16:01 Abdul Salam Mustafa Adam Hasan, 10 ára, er eitt þeirra barna sem lenti í klóm RSF-liða í El Geneina í júní í fyrra. Abdul var skotinn í kviðinn þar sem hann var á leið í skólann með fimm ára gömlum bróður sínum. Bróðir hans var líka skotinn og lifði ekki af. Abdul hefur síðan síðasta sumar gengist undir sex skurðaðgerðir á sjúkrahúsinu í Adre í Tsjad, þangað sem hann flúði í kjölfarið. Getty/Dan Kitwood Börnum var safnað saman og þau skotin til bana í umfangsmiklum þjóðernishreinsunum í Darfur-héraði Súdan síðasta sumar. Þetta kemur fram í vitnisburði hundruð manna, sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa safnað. Allt að fimmtán þúsund voru drepin í borginni El Geneina í Darfur-héraði Súdan síðastliðið sumar. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF. Ofbeldið gerðist á milli apríl og júní í fyrra og beindist gegn fólki af Masalit-ættbálknum. Í nýrri skýrslu Human Rights Watch, sem fréttastofa Guardian fjallar um, segir að samtökin hafi safnað vitnisburði 221 manns sem varð vitni að ódæðisverkunum. Þar segir að allt bendi til að RSF hafi skipulagt tólf mánaða langa sókn gegn ættbálknum, sem HRW segir þjóðernishreinsun. Lágu í blóði sínu í tíu tíma Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni, sautján ára gamall drengur, segist hafa orðið vitni að því 15. júní síðastliðinn þegar tólf börn og fimm fullorðnir voru drepnir: „Tveir RSF-liðar hrifsuðu börnin úr fangi foreldra þeirra. Þegar foreldrarnir byrjuðu að öskra skutu tveir aðrir RSF-liðar foreldrana til bana,“ er haft eftir piltinum. „Svo söfnuðu þeir börnunum saman og skutu þau á færi. Þeir köstuðu svo líkunum í ána og öllum þeirra eigum sömuleiðis.“ Annað vitni, Ali, segir frá því hvernig hersveitir RSF réðust þennan sama dag á bráðabirgðaspítala í El Geneina, þar sem 25 særðir borgarbúar höfðu leitað aðstoðar. Ali hafði sjálfur verið skotinn í fótinn í fyrri árás. „Þeir hófu skothríð á okkur og drápu alla nema mig og særða konu. Þeir hæfðu mig í hægri handlegginn. Ég lét mig falla fram fyrir mig og þóttist vera dáinn,“ segir Ali. Hann segir að hann og konan hafi legið í blóði sínu, umkringd líkum hinna, í tíu klukkustundir. Á meðan hafi RSF haldið atlögu sinni á borgina áfram. Síðdegis þennan dag hafi annar hópur RSF-liða komið inn á spítalann, gengið í skrokk á Ali og kallað hann niðrandi nöfnum vegna ætternis hans. Vilja viðskiptaþvinganir gegn herforingjum HRW kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Afríkubandalagið setji á vopnasölubann til Súdan og sendi friðarsveitir til Darfur til þess að vernda almenna borgara. Þá er kallað eftir því að þeir sem beri ábyrgð á ofbeldinu verði beittir viðskiptaþvingunum. Í þeim hópi er Abdel Rahman Joma'a Barakallah, herforingi RSF í Vestur-Darfur, og alræmdi RSF herforinginn Mohamed „Hemedti“ Hamdan Dagalo og bróðir hans Abdel Raheem. Átta milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan. Getty/Dan Kitwood Frá því að átök milli RSF og súdanska hersins hófust í apríl í fyrra hafa meira en átta milljónir manna flúið heimili sín. Ástandið í landinu er sögð ein versta mannúðarkrísa síðari tíma. RSF hefur náð tökum á nærri öllu Darfur-héraði. Borgin El Fasher er sú síðasta í héraðinu sem súdanski herinn hefur yfirráð yfir. Lík lágu í vegkantinum Fram kom í skýrslu sem gerð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári að allt að fimmtán þúsund hafi verið drepin í El Geneina síðasta sumar og vor. Þegar fólk hafi lent í höndum RSF-liða hafi konur og menn verið aðskilin og þau beitt ofbeldi. Hundruð eru sögð hafa verið skotin í fæturna svo þau gætu ekki flúið. Ungir karlmenn voru þá sérstaklega teknir til yfirheyrslu og ef þeir reyndust af Masalit-ættum voru þeir gjarnan skotnir í höfuðið. Þá segja rannsakendur öryggisráðsins að fjölda kvenna hafi verið nauðgað. Vitni sögðu þá rannsakendum frá því að á leiðinni frá El Geneina hafi lík kvenna og barna legið í hrönnum í vegkantinum. Súdan Tengdar fréttir Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12 Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. 21. janúar 2024 06:55 Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. 16. október 2023 09:10 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Allt að fimmtán þúsund voru drepin í borginni El Geneina í Darfur-héraði Súdan síðastliðið sumar. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF. Ofbeldið gerðist á milli apríl og júní í fyrra og beindist gegn fólki af Masalit-ættbálknum. Í nýrri skýrslu Human Rights Watch, sem fréttastofa Guardian fjallar um, segir að samtökin hafi safnað vitnisburði 221 manns sem varð vitni að ódæðisverkunum. Þar segir að allt bendi til að RSF hafi skipulagt tólf mánaða langa sókn gegn ættbálknum, sem HRW segir þjóðernishreinsun. Lágu í blóði sínu í tíu tíma Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni, sautján ára gamall drengur, segist hafa orðið vitni að því 15. júní síðastliðinn þegar tólf börn og fimm fullorðnir voru drepnir: „Tveir RSF-liðar hrifsuðu börnin úr fangi foreldra þeirra. Þegar foreldrarnir byrjuðu að öskra skutu tveir aðrir RSF-liðar foreldrana til bana,“ er haft eftir piltinum. „Svo söfnuðu þeir börnunum saman og skutu þau á færi. Þeir köstuðu svo líkunum í ána og öllum þeirra eigum sömuleiðis.“ Annað vitni, Ali, segir frá því hvernig hersveitir RSF réðust þennan sama dag á bráðabirgðaspítala í El Geneina, þar sem 25 særðir borgarbúar höfðu leitað aðstoðar. Ali hafði sjálfur verið skotinn í fótinn í fyrri árás. „Þeir hófu skothríð á okkur og drápu alla nema mig og særða konu. Þeir hæfðu mig í hægri handlegginn. Ég lét mig falla fram fyrir mig og þóttist vera dáinn,“ segir Ali. Hann segir að hann og konan hafi legið í blóði sínu, umkringd líkum hinna, í tíu klukkustundir. Á meðan hafi RSF haldið atlögu sinni á borgina áfram. Síðdegis þennan dag hafi annar hópur RSF-liða komið inn á spítalann, gengið í skrokk á Ali og kallað hann niðrandi nöfnum vegna ætternis hans. Vilja viðskiptaþvinganir gegn herforingjum HRW kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Afríkubandalagið setji á vopnasölubann til Súdan og sendi friðarsveitir til Darfur til þess að vernda almenna borgara. Þá er kallað eftir því að þeir sem beri ábyrgð á ofbeldinu verði beittir viðskiptaþvingunum. Í þeim hópi er Abdel Rahman Joma'a Barakallah, herforingi RSF í Vestur-Darfur, og alræmdi RSF herforinginn Mohamed „Hemedti“ Hamdan Dagalo og bróðir hans Abdel Raheem. Átta milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan. Getty/Dan Kitwood Frá því að átök milli RSF og súdanska hersins hófust í apríl í fyrra hafa meira en átta milljónir manna flúið heimili sín. Ástandið í landinu er sögð ein versta mannúðarkrísa síðari tíma. RSF hefur náð tökum á nærri öllu Darfur-héraði. Borgin El Fasher er sú síðasta í héraðinu sem súdanski herinn hefur yfirráð yfir. Lík lágu í vegkantinum Fram kom í skýrslu sem gerð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári að allt að fimmtán þúsund hafi verið drepin í El Geneina síðasta sumar og vor. Þegar fólk hafi lent í höndum RSF-liða hafi konur og menn verið aðskilin og þau beitt ofbeldi. Hundruð eru sögð hafa verið skotin í fæturna svo þau gætu ekki flúið. Ungir karlmenn voru þá sérstaklega teknir til yfirheyrslu og ef þeir reyndust af Masalit-ættum voru þeir gjarnan skotnir í höfuðið. Þá segja rannsakendur öryggisráðsins að fjölda kvenna hafi verið nauðgað. Vitni sögðu þá rannsakendum frá því að á leiðinni frá El Geneina hafi lík kvenna og barna legið í hrönnum í vegkantinum.
Súdan Tengdar fréttir Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12 Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. 21. janúar 2024 06:55 Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. 16. október 2023 09:10 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12
Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. 21. janúar 2024 06:55
Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. 16. október 2023 09:10