Lífið

Backstreet-strákur kominn aftur til Ís­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
AJ McLean er mættur til landsins.
AJ McLean er mættur til landsins. Vísir/Getty

AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. 

Frá þessu segir AJ á Instagram-síðu sinni. Hann birti myndband í story í morgun þar sem hann stendur fyrir framan Leifsstöð og talar í myndavélina:

„Ég var að lenda á Íslandi. Það er næstum því slétt ár síðan við komum hingað í fyrsta sinn á DNA-tónleikaferðalaginu. Nú er ég kominn aftur til Íslands, gullfallegt, veðrið er yndislegt. Ég er hér til að fara í brúðkaup,“ segir AJ. 

„Og ég mun gefa parið saman. Hver hefði getað ímyndað sér það? Ég er spenntur að hitta fólkið mitt, fylgist með til að sjá fleiri skemmtileg myndbönd frá Íslandi.“

Óvíst er hvort aðrir meðlimir sveitarinnar séu með í för en það sást til AJ í Sky Lagoon í Kársnesi í morgun. 

Rætt var við AJ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra í tilefni tónleikanna, sem fóru fram í tilefni þrjátíu ára afmælis sveitarinnar. Þar ræddi hann meðal annars hvernig er að starfa svo lengi með sömu mönnunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.