Segja vinslit hjá Tiger Woods og Rory McIlroy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 14:01 Rory McIlroy og Tiger Woods hafa verið miklir vinir en nú er samband þeirra sagt hafa breyst. Getty/Ross Kinnaird Rory McIlroy verður ekki aftur tekinn inn í leikmannaráð bandarísku PGA-mótaraðarinnar og einn af þeim sem er sagður hafa kosið gegn honum er Tiger Woods. Þeir Tiger og Rory hafa verið miklir félagar í gegnum tíðina en Golf Digest slær því upp að það séu vinslit hjá þeim. „Samband McIlroy and Woods hefur versnað mikið undanfarna sex mánuði. Það eru engin leiðindi en þeir hafa ólíka sýn á framtíð golfsins. Það hefur eitthvað komið upp á milli þeirra,“ skrifar blaðamaður Golf Digest og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Tiger Woods and Rory McIlroy's relationship has become "soured" amid "messy" PGA Tour board drama in recent months.From @jack_milko: https://t.co/4zlMMEgR0I— Playing Through (@_PlayingThrough) May 9, 2024 McIlroy gekk á sínum tíma mjög langt í að gagnrýna sádi-arabísku mótaröðina en hann er núna opinn fyrir samvinnu, eitthvað sem margir aðrir kylfingar eru enn á móti. McIlroy telur að eina leiðina til að koma golfinu á rétta braut á nýju sé að fara að vinna saman við að styrkja íþróttina en ekki draga hana niður með deilum og því ófremdarástandi að bestu kylfingarnir séu ekki að spila á bestu mótunum. Tiger Woods-Rory McIlroy relationship souring as ‘messy’ PGA Tour drama grows https://t.co/bk7gwK7zxB pic.twitter.com/7bdutYvuf5— New York Post (@nypost) May 9, 2024 Þessi þróun mála sýnir ekki aðeins vinslitin hjá Rory og Tiger heldur einnig þá spennu sem ríkir í golfheiminum vegna kapphlaups PGA og LIV um að tryggja sér bestu kylfinga heims. Aftonbladet fjallar líka um málið. Í raun lýsa fróðir menn ástandinu sem hálfgerðri ringulreið þar sem kylfingar, mótshaldarar og auglýsendur eru allir að toga í sitthvora áttina. Á sama tíma er hætt við því að vinsældir golfsins dvíni. Norður Írinn McIlroy var meðlimur í leikmannaráði PGA á sínum tíma en ákvað að hætta þar vegna þess að starfið þar tók að hans mati of mikinn tíma. Nú vildi hann komst aftur inn en fékk neitun. Tiger Woods and Rory McIlroy 'fall out' in new drama surrounding golfhttps://t.co/ykIi0XLKwU— talkSPORT (@talkSPORT) May 9, 2024 „Það voru greinilega einhverjir meðlimir í ráðinu sem af einhverri ástæðu leið ekki vel með það að fá mig aftur til baka,“ sagði McIlroy við Golf Digest. Hann nefndi ekki Tiger í þessu viðtali en Rory vill fara samningaleiðina því annars tapi allir. Patrick Cantlay, meðlimur í ráðinu, er sagður harður andstæðingur þess. PGA og LIV voru sögð ætla að fara samningaleiðina fyrir mörgum mánuðum síðan en lítið hefur frést af þeim samningum síðan. Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Sjá meira
Þeir Tiger og Rory hafa verið miklir félagar í gegnum tíðina en Golf Digest slær því upp að það séu vinslit hjá þeim. „Samband McIlroy and Woods hefur versnað mikið undanfarna sex mánuði. Það eru engin leiðindi en þeir hafa ólíka sýn á framtíð golfsins. Það hefur eitthvað komið upp á milli þeirra,“ skrifar blaðamaður Golf Digest og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Tiger Woods and Rory McIlroy's relationship has become "soured" amid "messy" PGA Tour board drama in recent months.From @jack_milko: https://t.co/4zlMMEgR0I— Playing Through (@_PlayingThrough) May 9, 2024 McIlroy gekk á sínum tíma mjög langt í að gagnrýna sádi-arabísku mótaröðina en hann er núna opinn fyrir samvinnu, eitthvað sem margir aðrir kylfingar eru enn á móti. McIlroy telur að eina leiðina til að koma golfinu á rétta braut á nýju sé að fara að vinna saman við að styrkja íþróttina en ekki draga hana niður með deilum og því ófremdarástandi að bestu kylfingarnir séu ekki að spila á bestu mótunum. Tiger Woods-Rory McIlroy relationship souring as ‘messy’ PGA Tour drama grows https://t.co/bk7gwK7zxB pic.twitter.com/7bdutYvuf5— New York Post (@nypost) May 9, 2024 Þessi þróun mála sýnir ekki aðeins vinslitin hjá Rory og Tiger heldur einnig þá spennu sem ríkir í golfheiminum vegna kapphlaups PGA og LIV um að tryggja sér bestu kylfinga heims. Aftonbladet fjallar líka um málið. Í raun lýsa fróðir menn ástandinu sem hálfgerðri ringulreið þar sem kylfingar, mótshaldarar og auglýsendur eru allir að toga í sitthvora áttina. Á sama tíma er hætt við því að vinsældir golfsins dvíni. Norður Írinn McIlroy var meðlimur í leikmannaráði PGA á sínum tíma en ákvað að hætta þar vegna þess að starfið þar tók að hans mati of mikinn tíma. Nú vildi hann komst aftur inn en fékk neitun. Tiger Woods and Rory McIlroy 'fall out' in new drama surrounding golfhttps://t.co/ykIi0XLKwU— talkSPORT (@talkSPORT) May 9, 2024 „Það voru greinilega einhverjir meðlimir í ráðinu sem af einhverri ástæðu leið ekki vel með það að fá mig aftur til baka,“ sagði McIlroy við Golf Digest. Hann nefndi ekki Tiger í þessu viðtali en Rory vill fara samningaleiðina því annars tapi allir. Patrick Cantlay, meðlimur í ráðinu, er sagður harður andstæðingur þess. PGA og LIV voru sögð ætla að fara samningaleiðina fyrir mörgum mánuðum síðan en lítið hefur frést af þeim samningum síðan.
Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Sjá meira