Ragnar Freyr segist hreinsaður af sök Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 14:53 Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir, segir niðurstöðuna mikinn létti. Vísir/Ívar Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir, segir þar til gerða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá hafa hreinsað hann og aðra lækna af sökum að hafa flett upp upplýsingum í sjúkraskrá í andstöðu við lög. Málinu sé lokið og muni ekki hafa afleiðingar fyrir hann. Þetta segir Ragnar á Facebook í dag og segir hann þar að eins og hann hafi sagt síðasta sumar, geti sjúklingar treyst því að heilbrigðisstarfsmenn umgangist viðkvæm gögn eins og sjúkraskrá samkvæmt lögum. „Ég hef alla tíð lagt mig fram við að rækja skyldur mínar sem læknir með hag sjúklinga minna fyrir brjósti og með fagmennsku að leiðarljósi - það mun ég að sjálfsögðu áfram gera,“ skrifar Ragnar Freyr. Hann segir að þó hann hafi frá upphafi verið sannfærður um farsæla niðurstöðu í málinu sé þetta mikill léttir. Í færslu sinni segir Ragnar að fréttamaður DV og lögmaður sjúklingsins hafi farið mikinn í fjölmiðlum með ásakanir gegn honum. Vísar hann þar til fréttaflutnings DV frá síðasta sumri um að læknir á fertugsaldri hefði kvartað til Persónuverndar og sakaði Ragnar og fimm aðra lækna um fletta upp sjúkraskrá hennar að tilefnislausu. Hún sakaði auk þess Landspítalann og Landlækni um ófullnægjandi eftirlit með viðkvæmum persónuupplýsingum. Konan hafði á árum áður leitað til læknis á Landspítalanum og hélt því í framhaldi fram að læknar sem hefðu ekkert með mál hennar að gera hefðu flett henni ítrekað upp í sjúkraskrá. Konan kvartaði ítrekað til stjórnenda Landspítalans frá 2017 til 2021 en þá sendi hún kvörtun til Landlæknis. Í fyrra kærði hún svo málið til Persónuverndar. Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þetta segir Ragnar á Facebook í dag og segir hann þar að eins og hann hafi sagt síðasta sumar, geti sjúklingar treyst því að heilbrigðisstarfsmenn umgangist viðkvæm gögn eins og sjúkraskrá samkvæmt lögum. „Ég hef alla tíð lagt mig fram við að rækja skyldur mínar sem læknir með hag sjúklinga minna fyrir brjósti og með fagmennsku að leiðarljósi - það mun ég að sjálfsögðu áfram gera,“ skrifar Ragnar Freyr. Hann segir að þó hann hafi frá upphafi verið sannfærður um farsæla niðurstöðu í málinu sé þetta mikill léttir. Í færslu sinni segir Ragnar að fréttamaður DV og lögmaður sjúklingsins hafi farið mikinn í fjölmiðlum með ásakanir gegn honum. Vísar hann þar til fréttaflutnings DV frá síðasta sumri um að læknir á fertugsaldri hefði kvartað til Persónuverndar og sakaði Ragnar og fimm aðra lækna um fletta upp sjúkraskrá hennar að tilefnislausu. Hún sakaði auk þess Landspítalann og Landlækni um ófullnægjandi eftirlit með viðkvæmum persónuupplýsingum. Konan hafði á árum áður leitað til læknis á Landspítalanum og hélt því í framhaldi fram að læknar sem hefðu ekkert með mál hennar að gera hefðu flett henni ítrekað upp í sjúkraskrá. Konan kvartaði ítrekað til stjórnenda Landspítalans frá 2017 til 2021 en þá sendi hún kvörtun til Landlæknis. Í fyrra kærði hún svo málið til Persónuverndar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira