Stöð 2 Sport
Stórleikur dagsins er oddaleikur Keflavíkur og Stjörnunnar í Subway-deild kvenna. Útsending frá honum hefst klukkan 18:45
Um leið og hann klárast skiptum við svo yfir í Subway Körfuboltakvöld, sennilega um 21:10 og svo er það Stúkan úr Bestu deild karla sem tekur við strax í kjölfarið, eða klukkan 21:30
Stöð 2 Sport 2
Úrslitakeppnin í NBA er í fullum gangi og Lögmál leiksins verður á sínum stað klukkan 20:00.
Stöð 2 Sport 3
Lecce og Udinese eigast við í ítölsku Seríu A deildinni og hefst útsending klukkan 16:20. Fiorentina og Monza eigast svo við í sömu deild klukkan 18:35.
Vodafone Sport
Á Vodafone Sport er einn leikur á dagskrá, viðureign Hacken og Rosengard í sænska úrvalsdeildinni og hefst hann klukkan 16:50.