Hefur hjálpað Haas með glæfralegum akstri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 20:31 Þarf að passa sig ætli hann sér ekki í bann. Kym Illman/Getty Images Kevin Magnussen hefur byrjað tímabilið í Formúlu 1 af gríðarlegum krafti. Ef til vill fullmiklum krafti ef marka má fréttir þess efnis að hann gæti verið á leið í keppnisbann vegna fjöldi refsistiga. Lið Haas í Formúlu 1 hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð en fyrir fram var búist við að liðið myndi sleikja botninn en þess í stað er það í 7. sæti. Er það að mestu leyti samvinnu þeirra Nico Hülkenberg og Magnussen að þakka. Í frétt The Athletic um málið segir að Magnussen hafi með nokkuð glæfralegum akstri tryggt Hülkenberg nokkur auka stig. Hann hefur fengið nokkuð refsistig fyrir en toppaði það í Miami. From @TheAthletic: Kevin Magnussen will spend the rest of the season on the brink of an F1 race ban for his driving behavior, assuming he doesn’t trigger it with one more offense. https://t.co/RfOIW97BNB— The New York Times (@nytimes) May 13, 2024 „Ég þurfti að gera mitt til að verja Nico,“ sagði Magnussen í viðtali eftir kappaksturinn. Hann hafði nælt sér í tíu sekúndna refsingu og átti því ekki möguleika á að vera meðal tíu efstu og næla þannig í stig. Hann gat þó haldið keppinautum sínum - og Nico - frá samherja sínum með því að fara vasklega fram, sem hann og gerði. The Athletic greinir nú frá að Magnussen sé á mörkunum að vera dæmdur í keppnisbann og þurfi að halda sig á mottunni það sem eftir lifir tímabils. Hinn 31 árs gamli Magnussen er sem stendur með 10 refsistig en fái ökumaður 12 slík þá er hann dæmdur í keppnisbann. Danski kappaksturskappinn þarf því að fara í gegnum 18 keppnir til viðbótar án þess að næla sér í meira en eitt refsistig þar sem þau núllast ekki út fyrr en á næstu leiktíð. Akstursíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lið Haas í Formúlu 1 hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð en fyrir fram var búist við að liðið myndi sleikja botninn en þess í stað er það í 7. sæti. Er það að mestu leyti samvinnu þeirra Nico Hülkenberg og Magnussen að þakka. Í frétt The Athletic um málið segir að Magnussen hafi með nokkuð glæfralegum akstri tryggt Hülkenberg nokkur auka stig. Hann hefur fengið nokkuð refsistig fyrir en toppaði það í Miami. From @TheAthletic: Kevin Magnussen will spend the rest of the season on the brink of an F1 race ban for his driving behavior, assuming he doesn’t trigger it with one more offense. https://t.co/RfOIW97BNB— The New York Times (@nytimes) May 13, 2024 „Ég þurfti að gera mitt til að verja Nico,“ sagði Magnussen í viðtali eftir kappaksturinn. Hann hafði nælt sér í tíu sekúndna refsingu og átti því ekki möguleika á að vera meðal tíu efstu og næla þannig í stig. Hann gat þó haldið keppinautum sínum - og Nico - frá samherja sínum með því að fara vasklega fram, sem hann og gerði. The Athletic greinir nú frá að Magnussen sé á mörkunum að vera dæmdur í keppnisbann og þurfi að halda sig á mottunni það sem eftir lifir tímabils. Hinn 31 árs gamli Magnussen er sem stendur með 10 refsistig en fái ökumaður 12 slík þá er hann dæmdur í keppnisbann. Danski kappaksturskappinn þarf því að fara í gegnum 18 keppnir til viðbótar án þess að næla sér í meira en eitt refsistig þar sem þau núllast ekki út fyrr en á næstu leiktíð.
Akstursíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira