„Þægileg blanda af von og trega“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. maí 2024 11:30 Jonfri og Olafur Bjarki frumsýna hér tónlistarmyndband við lagið Gott og vel. Marieke Jensen & Nicolas Ipina „Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: JónFrí & Ólafur Bjarki - Gott og vel „Lagið er 120 slög á mínútu, sem er engin tilviljun en þannig slær mannshjartað þegar við dönsum diskó,“ bætir Jónfrí við. Varð til í kaffipásu Ólafur Bjarki er stofnandi tónlistartæknifyrirtækisins Genki Instruments en Jónfrí er sjálfstætt starfandi hönnuður. „Við fengum Jón inn í smá leyniverkefni hjá okkur, hann hentaði rosa vel því hann er fínn hönnuður en gjörsamlega græjusjúkur. Svo í einhverri kaffipásu förum við að pæla í að gera músík saman og viku seinna er lagið tilbúið,“ segir Ólafur Bjarki. Ólafur Bjarki og Jónfrí kynntust í nýsköpunarbransanum. Marieke Jensen & Nicolas Ipina Jónfrí gaf á dögunum út plötuna Draumur um Bronco en hljómsveit hans var til að mynda tilnefnd til tveggja verðlauna á Íslensku hlustendaverðlaununum og ætlar að fagna þessu öllu saman með tónleikum í IÐNÓ föstudaginn 17. maí. Þar stígur einnig á stokk indie sveitin Julian Civilian. „Það er ekki á hverjum degi sem maður gefur út sína fyrstu plötu, svo við ætlum að halda gott partý í Iðnó næsta föstudag. Það verður sápukúluvél og það verður gaman.“ Jónfrí og Julian Civilian koma fram í Iðnó á föstudag. Yael BC Jónfrí & Ólafur Bjarki semja, syngja, pródúsa og spila. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Jóel Pálsson spilar á saxafón og bassaklarinett og Tómas Jónsson á ýmis hljómborð. Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: JónFrí & Ólafur Bjarki - Gott og vel „Lagið er 120 slög á mínútu, sem er engin tilviljun en þannig slær mannshjartað þegar við dönsum diskó,“ bætir Jónfrí við. Varð til í kaffipásu Ólafur Bjarki er stofnandi tónlistartæknifyrirtækisins Genki Instruments en Jónfrí er sjálfstætt starfandi hönnuður. „Við fengum Jón inn í smá leyniverkefni hjá okkur, hann hentaði rosa vel því hann er fínn hönnuður en gjörsamlega græjusjúkur. Svo í einhverri kaffipásu förum við að pæla í að gera músík saman og viku seinna er lagið tilbúið,“ segir Ólafur Bjarki. Ólafur Bjarki og Jónfrí kynntust í nýsköpunarbransanum. Marieke Jensen & Nicolas Ipina Jónfrí gaf á dögunum út plötuna Draumur um Bronco en hljómsveit hans var til að mynda tilnefnd til tveggja verðlauna á Íslensku hlustendaverðlaununum og ætlar að fagna þessu öllu saman með tónleikum í IÐNÓ föstudaginn 17. maí. Þar stígur einnig á stokk indie sveitin Julian Civilian. „Það er ekki á hverjum degi sem maður gefur út sína fyrstu plötu, svo við ætlum að halda gott partý í Iðnó næsta föstudag. Það verður sápukúluvél og það verður gaman.“ Jónfrí og Julian Civilian koma fram í Iðnó á föstudag. Yael BC Jónfrí & Ólafur Bjarki semja, syngja, pródúsa og spila. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Jóel Pálsson spilar á saxafón og bassaklarinett og Tómas Jónsson á ýmis hljómborð. Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“