Drápu fangaverði og hjálpuðu fanga að strjúka Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 14:10 Hundruð lögreglumanna leita nú strokufangans og vitorðsmanna hans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán. Byssumennirnir veittu fangaflutningabíl sem flutti fangann úr dómsal í fangelsi fyrirsát við tollskýli nærri Rúðuborg í Normandí í Norður-Frakklandi um ellefu leytið að staðartíma í morgun. Tveir fangavarðanna sem særðust eru í sérstakri lífshættu, að sögn Erics Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands. Reuters-fréttastofan segir að myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni að minnsta kosti tvo grímuklædda menn með riffla við brennandi jeppa. Svo virðist sem að jeppanum hafi verið ekið framan á fangaflutningabílinn. Dupond-Moretti sagði að árásarmennirnir hefðu verið þungvopnaðir. Strokufanginn sem árásarmennirnir hjálpuðu að sleppa heitir Mohamed Amra, fæddur árið 1994, að sögn saksóknara. Hann var sakfelldur fyrir hættulegt rán í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters hefur eftir sínum heimildum innan frönsku lögreglunnar að maðurinn sé grunaður um að hafa fyrirskipað morð í Marseille í Suður-Frakklandi þar sem hann tengist skipulögðum glæpasamtökum. Franskir fjölmiðlar segja að Amra sé þekktur undir viðurnefninu „Flugan“ (fr. La mouche), að sögn AP-fréttastofunnar. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir taka þátt í leitinni að fanganum og samverkamönnum hans. Emmanuel Macron forseti segir að allt verði gert til þess að hafa hendur í hári þeirra. „Þessi árás í morgun sem kostaði líf fangavarða er okkur öllum áfall. Þjóðin stendur með fjölskyldunum, þeim særðu og samstarfsfólki þeirra,“ skrifaði Macron á samfélagsmiðlinum X. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Byssumennirnir veittu fangaflutningabíl sem flutti fangann úr dómsal í fangelsi fyrirsát við tollskýli nærri Rúðuborg í Normandí í Norður-Frakklandi um ellefu leytið að staðartíma í morgun. Tveir fangavarðanna sem særðust eru í sérstakri lífshættu, að sögn Erics Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands. Reuters-fréttastofan segir að myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni að minnsta kosti tvo grímuklædda menn með riffla við brennandi jeppa. Svo virðist sem að jeppanum hafi verið ekið framan á fangaflutningabílinn. Dupond-Moretti sagði að árásarmennirnir hefðu verið þungvopnaðir. Strokufanginn sem árásarmennirnir hjálpuðu að sleppa heitir Mohamed Amra, fæddur árið 1994, að sögn saksóknara. Hann var sakfelldur fyrir hættulegt rán í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters hefur eftir sínum heimildum innan frönsku lögreglunnar að maðurinn sé grunaður um að hafa fyrirskipað morð í Marseille í Suður-Frakklandi þar sem hann tengist skipulögðum glæpasamtökum. Franskir fjölmiðlar segja að Amra sé þekktur undir viðurnefninu „Flugan“ (fr. La mouche), að sögn AP-fréttastofunnar. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir taka þátt í leitinni að fanganum og samverkamönnum hans. Emmanuel Macron forseti segir að allt verði gert til þess að hafa hendur í hári þeirra. „Þessi árás í morgun sem kostaði líf fangavarða er okkur öllum áfall. Þjóðin stendur með fjölskyldunum, þeim særðu og samstarfsfólki þeirra,“ skrifaði Macron á samfélagsmiðlinum X.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira