Frá þessu er greinir félagið sjálft í dag. Í tilkynningunni kemur fram að kvennaliðið muni spila átta deildarleiki á Emirates og alla þrjá heimaleiki sína í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Komist liðið í útsláttarkeppni í Meistaradeildinni þá færu þeir leikir einnig fram á Emirates.
Another big step forward in our journey…
— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 14, 2024
Emirates Stadium will host 11 Arsenal Women matches in 2024/25 ❤️
Aðrir heimaleikir liðsins myndu fara fram á Meadow Park en þar hefur liðið spilað flesta sína heimaleiki undanfarin ár. Arsenal spilaði alls sex leiki á Emirates á leiktíðinni sem er að ljúka fyrir framan 52 þúsund manns að meðaltali. Þar af var uppselt á tvo leiki en Emirates-völlurinn tekur 60.704 í sæti.
„Það er mikil ástræða fyrir kvennaliðinu okkar í félaginu. Við erum eitt félag með þá sýn að vinna titla bæði í karla- og kvennaflokki. Þessi ákvörðun styður þann metnað og við getum ekki beðið eftir að halda áfram þeirri vegferð með stuðningsfólki okkar,“ sagði Edu, íþróttastjóri Arsenal.
Skytturnar eru sem stendur í 3. sæti ensku deildarinnar með 47 stig og geta enn náð 2. sæti þar sem Chelsea er sæti ofar með tveimur stigum meira. Arsenal á hins vegar aðeins einn leik eftir á meðan Chelsea á tvo.