Þorir að veðja bjór á að hún verði áfram forsætisráðherra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 17:58 Mette Frederiksen hefur verið orðuð við stór embætti innan Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Ritzau/Thomas Traasdahl Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins, segist myndu veðja bjór á það að hún verði áfram forsætisráðherra eftir sumarfrí ríkisstjórnarinnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti. Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti.
Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00
Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent