„Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. maí 2024 21:57 Gunnar Magnússon var ánægður með sigurinn gegn Val Vísir/Anton Brink Afturelding vann Val á útivelli 27-29 í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. „Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sjá meira
„Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti