Slys á æfingu fyrir fjórum árum er enn að eyðileggja fyrir Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á heimaleikunum undanfarin fjögur ár. @sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttirer hætt keppni á þessu CrossFit tímabili. Sara verður því ekki með á undanúrslitamóti heimsleikanna í Frakklandi um komandi helgi en hún tilkynnti þetta á miðlum sínum. Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Sjá meira
Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Sjá meira