Neyðarástandi lýst yfir á Nýju-Kaledóníu eftir miklar óeirðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 11:07 Herflugvél frá Frakklandi kemur inn til lendingar á öðrum flugvellinum á Nýju-Kaledóníu. AP/Cedric Jacquot Neyðarástandi var lýst yfir á Nýju-Kaledóníu í gær en hundruð franskra lögreglumanna er á leið til eyjaklasans eftir miklar óeirðir þar sem fjórir hafa látið lífið og fjöldi slasast. Nýja-Kaledónía er sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Frakkland. Óeirðirnar brutust út eftir að franska þingið samþykkti í vikunni að heimila Frökkum sem eru ekki frá Nýju-Kaledóníu en hafa búið þar í tíu ár rétt til að kjósa í héraðskosningum. Leiðtogar á eyjunum segja lagabreytinguna munu verða til þess að grafa undan atkvæðaþunga innfæddra. Vopnaðar sveitir standa nú vörð við báða flugvelli og höfn Nýju-Kaledóníu. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í óeirðunum, þar af á milli þrjú og fjögur þúsund í höfuðborginni Noumeu. Þrír innfæddir hafa látist í óeirðunum og þá var lögreglumaður skotinn til bana. Tvö hundruð hafa verið handteknir og 64 her- og lögreglumenn særst. Æðsti embættismaður Frakklands í Nýju-Kaledóníu, Louis Le Franc, segir að vegatálmar sem mótmælendur hafa komið upp hafa skapað neyðarástand þar sem matur og lyf komast ekki til íbúa. Eignir hafa verið eyðilagðar og þá hefur verið brotist inn í fjölda fyrirtækja. Yfirlýst neyðarástand gerir staðaryfirvöldum kleift að banna fjöldasamkomur og hamla för fólks um eyjarnar. Le Franc hefur hvatt skipuleggjendur mótmælanna, CCAT, til að láta af aðgerðum en sakar samtökin á sama tíma um að samanstanda af þrjótum sem eigi ekkert sameiginlegt með öðrum sjálfstæðissinnum. Ástralir hafa verið hvattir til að halda sig frá eyjunum, sem liggja um það bil 1.500 km austur af Ástralíu. Frakkland Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Nýja-Kaledónía er sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Frakkland. Óeirðirnar brutust út eftir að franska þingið samþykkti í vikunni að heimila Frökkum sem eru ekki frá Nýju-Kaledóníu en hafa búið þar í tíu ár rétt til að kjósa í héraðskosningum. Leiðtogar á eyjunum segja lagabreytinguna munu verða til þess að grafa undan atkvæðaþunga innfæddra. Vopnaðar sveitir standa nú vörð við báða flugvelli og höfn Nýju-Kaledóníu. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í óeirðunum, þar af á milli þrjú og fjögur þúsund í höfuðborginni Noumeu. Þrír innfæddir hafa látist í óeirðunum og þá var lögreglumaður skotinn til bana. Tvö hundruð hafa verið handteknir og 64 her- og lögreglumenn særst. Æðsti embættismaður Frakklands í Nýju-Kaledóníu, Louis Le Franc, segir að vegatálmar sem mótmælendur hafa komið upp hafa skapað neyðarástand þar sem matur og lyf komast ekki til íbúa. Eignir hafa verið eyðilagðar og þá hefur verið brotist inn í fjölda fyrirtækja. Yfirlýst neyðarástand gerir staðaryfirvöldum kleift að banna fjöldasamkomur og hamla för fólks um eyjarnar. Le Franc hefur hvatt skipuleggjendur mótmælanna, CCAT, til að láta af aðgerðum en sakar samtökin á sama tíma um að samanstanda af þrjótum sem eigi ekkert sameiginlegt með öðrum sjálfstæðissinnum. Ástralir hafa verið hvattir til að halda sig frá eyjunum, sem liggja um það bil 1.500 km austur af Ástralíu.
Frakkland Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira