„Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. maí 2024 09:02 Berglind Fríða segir enginn hafa litið inn til sonar hennar heila nótt eftr að hann lýsti mikilli vanlíðan. Morguninn eftir fannst hann látinn. Aðsend og Vísir/Arnar Móðir sem missti son sinn nýlega þegar hann fyrirfór sér í fangelsi á Íslandi segist vona að andlát hans muni hafa áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og þjónustu fyrir þá. Hún skorar á yfirvöld að efla geðheilsuteymi fanga og styrkja betur við starf Afstöðu – félags fanga á Íslandi. „Mín barátta er rétt að byrja,“ segir Berglind Fríða Viggósdóttir, móðir mannsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Í grein sinni segir hún að flestir foreldra ungmenna sem eigi börn í vímuefnaneyslu þekki vel þá öryggistilfinningu sem þau loksins fá þegar börnin lenda í fangelsi. Þar eigi þau að vera örugg og komið í veg fyrir að þau skaði sig sjálf með vímuefnaneyslu eða öðru. „Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins. Eitthvað sem á ekki að vera hægt þar sem að jú, þar á hann að vera öruggur og undir eftirliti Fangelsismálastofnunar. Öruggur gagnvart sjálfum sér og öðrum,“ segir Berglind. Hún fer að því loknu yfir sögu sonar hennar, Ingva Hrafns, en hann átti, þegar hann fyrirfór sér, aðeins lítið eftir af sinni afplánun og uppfyllti öll skilyrði um að fá að ljúka henni á Vernd. Vernd er áfangaheimili þar sem föngum bera að sinna vinnu eða námi og vera á staðnum á milli 23 og 7. „Hann fór á Vernd þann 29. janúar 2024 til að ljúka afplánun, kominn með vinnu og var staðráðinn í að snúa við blaðinu og snúa baki við fyrra líferni. Lífið blasti við honum,“ segir Berglind og að skellurinn hafi svo komið í apríl þegar Ingvi Hrafn var sakaður um afbrot. Áfall að fara aftur í lokað úrræði Eftir að kæra var lögð fram hafi hann verið handtekinn um tveimur klukkustundum síðar og vísað aftur í lokað úrræði. Berglind gerir miklar athugasemdir við þetta í grein sinni og segir að geðþóttaákvarðanir hafi ráðið til um það hvort hann hafi fengið að afplána áfram á Vernd. Samkvæmt reglum Verndar eru þó ákveðin skilyrði fyrir því að afplána á Vernd. Það eru skilyrði um að vera edrú og að haga sér vel. En svo eru líka skilyrði um að ekki gerst sekur um agabrot í refsivist, að hegðun hafi verið til fyrirmyndar, að liðin séu í það minnsta tvö ár hafi viðkomandi reynt að strjúka úr gæsluvarðhaldi eða afplánun og að í refsivörslukerfinu sé ekki til meðferðar mál þar sem viðkomandi er kærður fyrir refsiverðan verknað. Frá þessu skilyrði má þó víkja ef um smávægilegt mál er að ræða. „Það er gífurlegt álag fyrir einstakling sem hefur verið vistaður í lokuðu fangelsi, hefur fengið smjörþefinn af frelsinu og að vera svo kippt inn aftur án þess að hafa brotið af sér,“ segir Berglind. Við þetta áfall, að vera sakaður um glæp og vera settur aftur í lokað fangelsi, hafi hallað undan fæti hjá Ingva Hrafni. Hann hafi óskað eftir því að fá aðstoð hjá geðheilsuteymi fanga og hafi átt pantað viðtal 6. maí. Hann hafi ítrekað beiðni sína 4. maí vegna mikillar vanlíðanar en það verið laugardagur og því ekki brugðist við. „… og guð forði okkur frá því að vera veik um helgar,“ segir í grein hennar og að engin breyting hafi verið á verklagi innan fangelsisins þrátt fyrir áköll hans um aðstoð. Erfiður dagur „Að kvöldi 4. maí var klefanum hans lokað kl. 22:00 og ekki litið inn til hans aftur fyrr en kl. 08:02 að morgni 5. maí. Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf,“ segir Berglind. Hún segir þennan dag alltaf hafa verið erfiðan fyrir Ingva Hrafn en bróðir hans lést á sama degi fyrir sex árum. „Nú er ég búin að missa annan son, son sem kerfið brást og hefði verið hægt að bjarga.“ Vill að meira sé gert fyrir fanga Berglind segir í grein sinni að hún hafi eftir andlát Ingva Hrafns fengið afhent ýmis gögn um mál hans. Hún hafi til dæmis komist að því að eftir andlát hans hafi verið virkjað stuðningsnet fangavarða fyrir þá starfsmenn sem komu að honum. Ekkert slíkt hafi verið virkjað fyrir fangana sjálfa. „Þeir bera harm sinn áfram í hljóði eins og endranær,“ segir Berglind og skorar á stjórnvöld að efla geðheilsuteymi fanga og koma Afstöðu – félags fanga á Íslandi, á fjárlög. „Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Fíkn Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum. 6. maí 2023 09:01 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
„Mín barátta er rétt að byrja,“ segir Berglind Fríða Viggósdóttir, móðir mannsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Í grein sinni segir hún að flestir foreldra ungmenna sem eigi börn í vímuefnaneyslu þekki vel þá öryggistilfinningu sem þau loksins fá þegar börnin lenda í fangelsi. Þar eigi þau að vera örugg og komið í veg fyrir að þau skaði sig sjálf með vímuefnaneyslu eða öðru. „Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins. Eitthvað sem á ekki að vera hægt þar sem að jú, þar á hann að vera öruggur og undir eftirliti Fangelsismálastofnunar. Öruggur gagnvart sjálfum sér og öðrum,“ segir Berglind. Hún fer að því loknu yfir sögu sonar hennar, Ingva Hrafns, en hann átti, þegar hann fyrirfór sér, aðeins lítið eftir af sinni afplánun og uppfyllti öll skilyrði um að fá að ljúka henni á Vernd. Vernd er áfangaheimili þar sem föngum bera að sinna vinnu eða námi og vera á staðnum á milli 23 og 7. „Hann fór á Vernd þann 29. janúar 2024 til að ljúka afplánun, kominn með vinnu og var staðráðinn í að snúa við blaðinu og snúa baki við fyrra líferni. Lífið blasti við honum,“ segir Berglind og að skellurinn hafi svo komið í apríl þegar Ingvi Hrafn var sakaður um afbrot. Áfall að fara aftur í lokað úrræði Eftir að kæra var lögð fram hafi hann verið handtekinn um tveimur klukkustundum síðar og vísað aftur í lokað úrræði. Berglind gerir miklar athugasemdir við þetta í grein sinni og segir að geðþóttaákvarðanir hafi ráðið til um það hvort hann hafi fengið að afplána áfram á Vernd. Samkvæmt reglum Verndar eru þó ákveðin skilyrði fyrir því að afplána á Vernd. Það eru skilyrði um að vera edrú og að haga sér vel. En svo eru líka skilyrði um að ekki gerst sekur um agabrot í refsivist, að hegðun hafi verið til fyrirmyndar, að liðin séu í það minnsta tvö ár hafi viðkomandi reynt að strjúka úr gæsluvarðhaldi eða afplánun og að í refsivörslukerfinu sé ekki til meðferðar mál þar sem viðkomandi er kærður fyrir refsiverðan verknað. Frá þessu skilyrði má þó víkja ef um smávægilegt mál er að ræða. „Það er gífurlegt álag fyrir einstakling sem hefur verið vistaður í lokuðu fangelsi, hefur fengið smjörþefinn af frelsinu og að vera svo kippt inn aftur án þess að hafa brotið af sér,“ segir Berglind. Við þetta áfall, að vera sakaður um glæp og vera settur aftur í lokað fangelsi, hafi hallað undan fæti hjá Ingva Hrafni. Hann hafi óskað eftir því að fá aðstoð hjá geðheilsuteymi fanga og hafi átt pantað viðtal 6. maí. Hann hafi ítrekað beiðni sína 4. maí vegna mikillar vanlíðanar en það verið laugardagur og því ekki brugðist við. „… og guð forði okkur frá því að vera veik um helgar,“ segir í grein hennar og að engin breyting hafi verið á verklagi innan fangelsisins þrátt fyrir áköll hans um aðstoð. Erfiður dagur „Að kvöldi 4. maí var klefanum hans lokað kl. 22:00 og ekki litið inn til hans aftur fyrr en kl. 08:02 að morgni 5. maí. Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf,“ segir Berglind. Hún segir þennan dag alltaf hafa verið erfiðan fyrir Ingva Hrafn en bróðir hans lést á sama degi fyrir sex árum. „Nú er ég búin að missa annan son, son sem kerfið brást og hefði verið hægt að bjarga.“ Vill að meira sé gert fyrir fanga Berglind segir í grein sinni að hún hafi eftir andlát Ingva Hrafns fengið afhent ýmis gögn um mál hans. Hún hafi til dæmis komist að því að eftir andlát hans hafi verið virkjað stuðningsnet fangavarða fyrir þá starfsmenn sem komu að honum. Ekkert slíkt hafi verið virkjað fyrir fangana sjálfa. „Þeir bera harm sinn áfram í hljóði eins og endranær,“ segir Berglind og skorar á stjórnvöld að efla geðheilsuteymi fanga og koma Afstöðu – félags fanga á Íslandi, á fjárlög. „Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Fíkn Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum. 6. maí 2023 09:01 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum. 6. maí 2023 09:01
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20