Rúta keyrði á fótgangandi mann með þeim afleiðingum að hann lést samstundis.
PGA tilkynnti að annar dagur mótsins, sem átti að hefjast klukkan 07:15 á staðartíma hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Næstu stöðuuppfærslu má vænta klukkan 07:00 á staðartíma. 11:00 á íslenskum tíma.
UPDATE
— PGA Championship (@PGAChampionship) May 17, 2024
Round 2 of the 2024 PGA Championship is delayed due to an accident near the course.
The next update will be at 7 a.m. ET. #PGAChamp
Engar frekari upplýsingar um málið liggja fyrir að svo stöddu en einnig er gert ráð fyrir því að einhverjar tafir verði á mótinu í dag vegna veðurs.
Fyrsti hringur mótsins var leikinn í gær. Xander Schauffele leiðir eftir frábæran hring á níu höggum undir pari vallar. Þar á eftir koma Sahith Theegala, Tony Finau og Mark Hubbard á sex höggum undir pari.
Sýnt verður frá mótinu í beinni á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:00.