„Það helltust yfir mann bara alls konar tilfinningar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 14:19 Kristófer Acox er klár í slaginn fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox er mættur í sín sjöttu lokaúrslit á síðustu sjö árum. Úrslitaeinvígið á móti Grindavík hefst á Hlíðarenda í kvöld en Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um komandi einvígi. Fyrsti leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18.30. Fyrir leikinn settist Kristófer niður með umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds og ræddi við hann um allt sem kemur að Valsliðinu og úrslitaeinvíginu við Grindvíkinga. „Þið eruð komnir í úrslit þriðja árið í röð og þú varst nánast í sjokki í viðtali við Nablann eftir oddaleikinn gegn Njarðvík. Þetta er búin að vera rosaleg vegferð fyrir ykkur Valsmenn að komast alla leið í úrslitaeinvígið í ár,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Já, algjörlega. Ég fann svolítið fyrir því eftir leikinn þegar ég vissi að þetta væri komið. Það helltust yfir mann bara alls konar tilfinningar. Þetta er búið að vera upp og niður með margt hjá okkur í vetur við náum að sama skapi að halda dampi finnst mér mjög vel, heilt yfir tímabilið,“ sagði Kristófer Acox. „Að ná því að komast alla leið aftur í úrslit eftir allt saman þá horfir maður til baka og getur verið stoltur af því afreki. Auðvitað eru enn þá þrír leikir eftir sem við þurfum að vinna og við þurfum að halda haus,“ sagði Kristófer. „Við erum allir það nánir og kjarninn er búinn að vera nánast sá sami síðustu ár. Við höfum misst einhverja erlenda leikmenn en við erum allir mjög góðir saman. Þótt að Kári (Jónsson) og Joshua (Jefferson) séu búnir að detta út þá eru þeir í kringum mann daglega. Þeir mæta á æfingar, eru í klefanum og í leikjum. Við finnum enn þá fyrir þeim þótt þeir séu ekki með okkur á gólfinu,“ sagði Kristófer. „Við erum búnir að sýna það að það er mjög erfitt að brjóta okkur. Karakterinn klárlega kemur þar inn og hvað við erum allir nánir og horfum á þetta eins og litla fjölskyldu,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Kristófer: Það heltust yfir mann bara alls konar tilfinningar Subway-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Fyrsti leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18.30. Fyrir leikinn settist Kristófer niður með umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds og ræddi við hann um allt sem kemur að Valsliðinu og úrslitaeinvíginu við Grindvíkinga. „Þið eruð komnir í úrslit þriðja árið í röð og þú varst nánast í sjokki í viðtali við Nablann eftir oddaleikinn gegn Njarðvík. Þetta er búin að vera rosaleg vegferð fyrir ykkur Valsmenn að komast alla leið í úrslitaeinvígið í ár,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Já, algjörlega. Ég fann svolítið fyrir því eftir leikinn þegar ég vissi að þetta væri komið. Það helltust yfir mann bara alls konar tilfinningar. Þetta er búið að vera upp og niður með margt hjá okkur í vetur við náum að sama skapi að halda dampi finnst mér mjög vel, heilt yfir tímabilið,“ sagði Kristófer Acox. „Að ná því að komast alla leið aftur í úrslit eftir allt saman þá horfir maður til baka og getur verið stoltur af því afreki. Auðvitað eru enn þá þrír leikir eftir sem við þurfum að vinna og við þurfum að halda haus,“ sagði Kristófer. „Við erum allir það nánir og kjarninn er búinn að vera nánast sá sami síðustu ár. Við höfum misst einhverja erlenda leikmenn en við erum allir mjög góðir saman. Þótt að Kári (Jónsson) og Joshua (Jefferson) séu búnir að detta út þá eru þeir í kringum mann daglega. Þeir mæta á æfingar, eru í klefanum og í leikjum. Við finnum enn þá fyrir þeim þótt þeir séu ekki með okkur á gólfinu,“ sagði Kristófer. „Við erum búnir að sýna það að það er mjög erfitt að brjóta okkur. Karakterinn klárlega kemur þar inn og hvað við erum allir nánir og horfum á þetta eins og litla fjölskyldu,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Kristófer: Það heltust yfir mann bara alls konar tilfinningar
Subway-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum