Kvaddi stuðningsmennina og kenndi þeim lag um nýja stjórann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 20:00 Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag. James Baylis - AMA/Getty Images Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira