Endurkoma í lagi hjá BKG og elleftu heimsleikarnir í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 09:31 Björgvin Karl Guðmundsson verður með á elleftu heimsleikunum i röð. @CrossFitGames Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í CrossFit en hann var að ná þessum frábæra árangri ellefta árið í röð. Hann verður eini Íslendingurinn þetta árið sem keppir um heimsmeistaratitil karla eða kvenna. Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024 CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira