Besiktas segist vera að ræða við Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 11:31 José Mourinho starfaði síðast á Ítalíu. EPA-EFE/FABIO FRUSTACI Allt lítur út fyrir að næsta starf knattspyrnustjórans José Mourinho verði í Tyrklandi. Huseyin Yucel, varaforseti tyrkneska félagsins Besiktas, segir að félagið sé í viðræðum við bæði Mourinho og argentínska knattspyrnumanninn Ángel Di María. ESPN segir frá. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan að Roma rak hann í janúar. Besiktas var með annan Portúgala í starfi en Fernando Santos þurfti að taka pokann sinn i apríl. Unglingaliðsþjálfarinn Halim Okta kláraði tímabilið. „Ég hitti José Mourinho í Istanbul fyrir um mánuði síðan og hann hlustaði á okkar tilboð,“ sagði Huseyin Yucel við sjónvarpsstöðina TGRT Haber. „Hann sagðist þá myndi hugsa um það og gefa okkur síðan svar. Hann hafði síðan aftur samband og vildi hitta okkar aftur á Ítalíu í næstu viku,“ sagði Yucel. „Við höfum orðið við fjárhagslegum kröfum Mourinho. Við erum tilbúnir að borga launin hans. Ef við náum samkomulagi við Mourinho þá mælum við með því að hann taki Ricardo Quaresma inn í þjálfarateymið sitt,“ sagði Yucel. Besiktas er í fimmta sæti tyrknesku deildarinnar en er komið í bikarúrslitaleikinn þar sem liðið mætir Trabzonspor á fimmtudaginn. Tyrkneski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Huseyin Yucel, varaforseti tyrkneska félagsins Besiktas, segir að félagið sé í viðræðum við bæði Mourinho og argentínska knattspyrnumanninn Ángel Di María. ESPN segir frá. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan að Roma rak hann í janúar. Besiktas var með annan Portúgala í starfi en Fernando Santos þurfti að taka pokann sinn i apríl. Unglingaliðsþjálfarinn Halim Okta kláraði tímabilið. „Ég hitti José Mourinho í Istanbul fyrir um mánuði síðan og hann hlustaði á okkar tilboð,“ sagði Huseyin Yucel við sjónvarpsstöðina TGRT Haber. „Hann sagðist þá myndi hugsa um það og gefa okkur síðan svar. Hann hafði síðan aftur samband og vildi hitta okkar aftur á Ítalíu í næstu viku,“ sagði Yucel. „Við höfum orðið við fjárhagslegum kröfum Mourinho. Við erum tilbúnir að borga launin hans. Ef við náum samkomulagi við Mourinho þá mælum við með því að hann taki Ricardo Quaresma inn í þjálfarateymið sitt,“ sagði Yucel. Besiktas er í fimmta sæti tyrknesku deildarinnar en er komið í bikarúrslitaleikinn þar sem liðið mætir Trabzonspor á fimmtudaginn.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira