Jürgen Klopp stýrði Liverpool í hinsta sinn þegar liðið lagði Úlfana 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, sunnudag. Það var löngu vitað að Klopp væri að stíga til hliðar og hafði koma Slot verið svo gott sem staðfest.
Hún var það svo endanlega í dag þegar Liverpool tilkynnti að hann myndi mæta til leiks þann 1. júní næstkomandi.
We can announce Arne Slot has agreed a deal to become the club’s new head coach, formally taking up the position on June 1, 2024, subject to a work permit 🙌
— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2024
Hinn 45 ára gamli Slot spilaði allan sinn leikmannaferil í Hollandi. Færði hann sig yfir í þjálfun árið 2016 þegar hann tók við Cambuur. Árið 2019 tók hann við AZ Alkmaar og svo Feyenoord árið 2021. Varð félagið Hollandsmeistari undir hans stjórn í fyrra og bikarmeistari í ár.
Slot færir sig nú frá Rotterdam til Liverpool og vonast stuðningsfólk síðarnefnda liðsins að hann geti lyft félaginu í hæstu hæðir á nýjan leik.
Liverpool endaði tímabilið með 82 stig í 3. sæti, níu stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City.