„Sjálfum leiðast mér þessar nasistalíkingar“ Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2024 10:28 Halldór Baldursson og Arnar Þór Jónsson sjá málið úr ólíkum áttum. vísir/vilhelm Þau undur og stórmerki urðu í liðinni viku að Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi kærði Halldór Baldursson skopteiknara til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Ljóst er að Arnari Þór er ekki skemmt. „Þessi margtuggði frasi um að tjáningarfrelsinu fylgi ábyrgð er líka meingallaður. Stalín hefði til dæmis vel getað tekið undir hann áður en hann sendi menn í Gúlagið. En nei, hann virðist ekki geta lesið í þessa skopmynd og hann um það,“ segir Halldór Baldursson skopteiknari í samtali við Vísi. Myndina sem um ræðir og birtist á Vísi á laugardaginn má sjá að neðan. Arnar Þór ætlar ekki að líða neitt grín sem hann telur á sinn kostnað: „Sá búningur sem hér um ræðir er táknmynd alls þess sem ég hef talað gegn, þ.e. valdboðs, stjórnlyndis, ofríkis, kúgunar, mannfyrirlitningar, stjórnlyndis og alræðis. Ég er málsvari klassísks frjálslyndis, frjálsræðis, einstaklingsfrelsis, lýðræðis, mannúðar, manngæsku, mannréttinda og valddreifingar. Framsetning Halldórs og Vísis er gróf aðför að mannorði mínu og þess er krafist að bæði teiknarinn og fjölmiðillinn verði áminntir fyrir brot, rangfærslur leiðréttar, umrædd mynd fjarlægð og ég beðinn afsökunar, bæði formlega og skriflega,“ skrifaði Arnar og tilkynnti að teikningin væri komin til umfjöllunar hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Snýr öllu á hvolf Arnar Þór gefur ekki þumlung eftir en mörgum hefur þótt skjóta skökku við að hann, þessi helsti boðberi tjáningarfrelsins, skuli grípa til þessa en skopteiknarar eru alveg sér á hillu. Í morgun birti Arnar Þór viðhorfsgrein á Vísi þar sem hann gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Og segir meðal annars: „Yfirgangur og vanvirðing rúmast ekki innan þessa ramma. Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra. Lýðræðið krefst þess í raun og veru að við sýnum hvert öðru mannúð. Vonandi getum við sameinast um það að bæta íslenska umræðu, bæði í máli og myndum, og sett okkur það markmið að sýna hvert öðru hlýju, skilning og kærleika.“ Arnar Þór er fyrrverandi dómari og Halldór er spurður hvort það sé áhyggjuefni ef þeir hafi svo afdráttarlausar skoðanir á skopi? „Ég myndi halda það. Hann vísar gjarnan í klassískt frjálslyndi. En það er einmitt svo að barátta 18. aldar hugsuða fyrir mannréttindum, einstaklingsfrelsi og tjáningarfrelsi leiddi ekki síst af sér upphaf nútíma skopmyndarinnar. En frumkvöðlar hennar. Meðal annarra Gilray og Daumier, áttu einmitt í stöðugri baráttu við íhaldsöfl þess tíma. Georg III og Louis Philippe. Hann snýr þarna öllu á hvolf. Frjályndir stóðu með listrænu tjáningarfrelsi, jakobínarnir í Frakklandi þó mögulega undanskildir,“ segir Halldór. Arnar getur ekki ímyndað sér þá tilhugsun að hann hafi á röngu að standa Og eftir allt sem á undan er gengið, Jyllandsposten-málið, Charlie Hebdo-málið, þegar skopteiknarar urðu skotmörk múhameðstrúarmanna þá virðist ganga illa að koma mönnum í skilning um margræðni skops, en skilgreining orðsins byggir á tvíræðni. „Mér virðist það. Ég held samt að viðhorf Arnars sé frekar undantekning heldur en hitt. Ég vil trúa því að flestir ráðamenn í dag séu flestir með bærilegan skilning á þessu. Það eru helst þeir sem halla sér lengst útá vinstri og hægri kantana sem hafa ekki þol fyrir skopinu. Þetta er líka fólk sem mér virðist oft ekki hafa hugmyndaflug til að ímynda sér að það gæti haft rangt fyrir sér. Þó ekki væri nema að hluta til.“ Leiðast nasistalíkingar Þó að varasamt geti reynst að útskýra brandara segir Halldór, þá varðandi lesturinn á myndinni, að henni sé ætlað að sýna hvað umfjöllun um frambjóðendur gengur langt og þá ekki síst um Arnar. „Sjálfum leiðast mér þessar nasistalíkingar og átti myndin ekki að sýna neina velþóknun á þess háttar líkingum heldur setja hana fram og fá fólk til að draga sjálft sína línu.“ Halldór fær ekki betur sé en nýja hægrið sé ákall um íhaldspólitík í anda 6. áratugarins og ekkert hafa með fasisma að gera. „Í myndinni er ég ekki að segja skoðun mína á frambjóðendum heldur að varpa fram því versta sem um þá er sagt í því skyni að fá fram samtal. Ætli það hafi ekki bara tekist.“ Tjáningarfrelsi Forsetakosningar 2024 Myndlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Þessi margtuggði frasi um að tjáningarfrelsinu fylgi ábyrgð er líka meingallaður. Stalín hefði til dæmis vel getað tekið undir hann áður en hann sendi menn í Gúlagið. En nei, hann virðist ekki geta lesið í þessa skopmynd og hann um það,“ segir Halldór Baldursson skopteiknari í samtali við Vísi. Myndina sem um ræðir og birtist á Vísi á laugardaginn má sjá að neðan. Arnar Þór ætlar ekki að líða neitt grín sem hann telur á sinn kostnað: „Sá búningur sem hér um ræðir er táknmynd alls þess sem ég hef talað gegn, þ.e. valdboðs, stjórnlyndis, ofríkis, kúgunar, mannfyrirlitningar, stjórnlyndis og alræðis. Ég er málsvari klassísks frjálslyndis, frjálsræðis, einstaklingsfrelsis, lýðræðis, mannúðar, manngæsku, mannréttinda og valddreifingar. Framsetning Halldórs og Vísis er gróf aðför að mannorði mínu og þess er krafist að bæði teiknarinn og fjölmiðillinn verði áminntir fyrir brot, rangfærslur leiðréttar, umrædd mynd fjarlægð og ég beðinn afsökunar, bæði formlega og skriflega,“ skrifaði Arnar og tilkynnti að teikningin væri komin til umfjöllunar hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Snýr öllu á hvolf Arnar Þór gefur ekki þumlung eftir en mörgum hefur þótt skjóta skökku við að hann, þessi helsti boðberi tjáningarfrelsins, skuli grípa til þessa en skopteiknarar eru alveg sér á hillu. Í morgun birti Arnar Þór viðhorfsgrein á Vísi þar sem hann gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Og segir meðal annars: „Yfirgangur og vanvirðing rúmast ekki innan þessa ramma. Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra. Lýðræðið krefst þess í raun og veru að við sýnum hvert öðru mannúð. Vonandi getum við sameinast um það að bæta íslenska umræðu, bæði í máli og myndum, og sett okkur það markmið að sýna hvert öðru hlýju, skilning og kærleika.“ Arnar Þór er fyrrverandi dómari og Halldór er spurður hvort það sé áhyggjuefni ef þeir hafi svo afdráttarlausar skoðanir á skopi? „Ég myndi halda það. Hann vísar gjarnan í klassískt frjálslyndi. En það er einmitt svo að barátta 18. aldar hugsuða fyrir mannréttindum, einstaklingsfrelsi og tjáningarfrelsi leiddi ekki síst af sér upphaf nútíma skopmyndarinnar. En frumkvöðlar hennar. Meðal annarra Gilray og Daumier, áttu einmitt í stöðugri baráttu við íhaldsöfl þess tíma. Georg III og Louis Philippe. Hann snýr þarna öllu á hvolf. Frjályndir stóðu með listrænu tjáningarfrelsi, jakobínarnir í Frakklandi þó mögulega undanskildir,“ segir Halldór. Arnar getur ekki ímyndað sér þá tilhugsun að hann hafi á röngu að standa Og eftir allt sem á undan er gengið, Jyllandsposten-málið, Charlie Hebdo-málið, þegar skopteiknarar urðu skotmörk múhameðstrúarmanna þá virðist ganga illa að koma mönnum í skilning um margræðni skops, en skilgreining orðsins byggir á tvíræðni. „Mér virðist það. Ég held samt að viðhorf Arnars sé frekar undantekning heldur en hitt. Ég vil trúa því að flestir ráðamenn í dag séu flestir með bærilegan skilning á þessu. Það eru helst þeir sem halla sér lengst útá vinstri og hægri kantana sem hafa ekki þol fyrir skopinu. Þetta er líka fólk sem mér virðist oft ekki hafa hugmyndaflug til að ímynda sér að það gæti haft rangt fyrir sér. Þó ekki væri nema að hluta til.“ Leiðast nasistalíkingar Þó að varasamt geti reynst að útskýra brandara segir Halldór, þá varðandi lesturinn á myndinni, að henni sé ætlað að sýna hvað umfjöllun um frambjóðendur gengur langt og þá ekki síst um Arnar. „Sjálfum leiðast mér þessar nasistalíkingar og átti myndin ekki að sýna neina velþóknun á þess háttar líkingum heldur setja hana fram og fá fólk til að draga sjálft sína línu.“ Halldór fær ekki betur sé en nýja hægrið sé ákall um íhaldspólitík í anda 6. áratugarins og ekkert hafa með fasisma að gera. „Í myndinni er ég ekki að segja skoðun mína á frambjóðendum heldur að varpa fram því versta sem um þá er sagt í því skyni að fá fram samtal. Ætli það hafi ekki bara tekist.“
Tjáningarfrelsi Forsetakosningar 2024 Myndlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00