Fótbolti

Sara Björk ekki á­fram hjá Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Juventus þar sem hún hefur spilað undanfarin tvö ár.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Juventus þar sem hún hefur spilað undanfarin tvö ár. Getty/Giuseppe Maffia

Juventus gaf það út á miðlum sínum í dag að íslenska knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir verður ekki áfram leikmaður ítalska félagsins.

Sara Björk hefur spilað með ítalska félaginu undanfarin tvö ár. Hún varð bikarmeistari með Juventus og vann einnig Ofurbikarinn.

Sara kom til liðsins sumarið 2022 eftir að hafa verið áður hjá franska félaginu Lyon. Hún lék 49 leiki með Juventus í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk.

Juventus þakkar Söru fyrir tíma hennar hjá félaginu og óskar henni góðs gengis í framtíðinni.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Sara Björk gerir núna en hún er 33 ára gömul og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×