Enski boltinn

Benítez ráð­leggur Slot fyrir komuna til Liverpool

Valur Páll Eiríksson skrifar
Benítez fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð í Liverpool-borg.
Benítez fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð í Liverpool-borg. Getty

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool á Englandi, skrifaði heljarinnar grein stílaða á Arne Slot, verðandi knattspyrnustjóra félagsins, í breska miðilinn Telegraph í dag. Þar gaf hann Hollendingnum ráð fyrir komandi áskorun.

„Með hreinskilni, vinnusemi og árangri fylgir virðing og aðdáun - það er lykillinn að því að vera tekið vel í Liverpool-borg,“ segir Benítez í greininni.

Hann segir það vera sameiginlegt með mörgum liðum en Liverpool sé hins vegar frábrugðið öðrum liðum sem Benítez stýrði á sínum ferli. 

„Það er búist við því að þú vinnir hvern einasta leik. Svo ef þú ert yfir og að spila vel er búist við því að leikurinn viinnist með þremur mörkum.“

Benítez nefnir þá mun á kúltúr, á því hversu líkamlega sterk enska deildin er, og hversu mikillar aðlögunar það krafðist eftir að hafa þjálfað á Spáni. „Það er mikilvægt að aðlagast en á sama tíma að halda í þau gildi og hugmyndir sem þú trúir á,“ segir Spánverjinn.

Hann nefnir þá rík samskipti við stuðningsmennina í Liverpool-borg, að vera undirbúinn það að vinna undir mikilli pressu og bæta enskuna til að bæta samskiptin. Benítez kveðst hafa nýtt Bítlalög til að bæta enskukunnáttu sína.

„Mín helstu ráð eða hvaða þjálfara sem er, að vera þú sjálfur en skilja samtímis kúltúr félagsins og borgarinnar sem starfað er í. Þá hefur verið tekið jákvætt fyrsta skref,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×