Nýir prestar og nýir djáknar mættir til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2024 20:15 Prestarnir og djáknarnir, ásamt vígslubiskupnum í Skálholti, sem komu að prests- og djáknavígslunni í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 20. maí klukkan 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir nýir prestar og tveir nýir djáknar hafa verið vígðir til embættis í fjórum mismunandi kirkjum. Athöfnin fór fram í Skálholtsdómkirkju þar sem vígslubiskupinn á staðnum brá sér í hlutverk biskups Íslands til að sjá um vígsluna að viðstöddum tíu prestum, sem voru vígsluvottar, auk þriggja djákna. Bekkurinn var þéttsetinn í Skálholti síðdegis í gær þegar prests- og djáknavígslan fór fram að viðstöddum vígsluvottum. Skálholtskórinn söng, Jón Bjarnason var organisti og þeir Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson spiluðu á trompet. Vígslubiskupinn í Skálholti brá sér í hlutverk Biskups Íslands í athöfninni enda hafði biskup falið Kristjáni Björnssyni að sjá um vígsluna í hennar stað. Hann þurfi meðal annars að tala á latínu. „Já, ég tónaði hana bara til að heilagur andi heyrði betur,” segir Kristján. Og nýju djáknarnir eru ánægðir með að vera orðnir formlega vígðir inn í kirkjustarf þjóðkirkjunnar. „Við erum vígð til kærleiksþjónustu í kirkjunni en hún felst í öllu mögulegu eins og barnastarf, eldri borgara starf, fræðsla og allt mögulegt,”segir Bergþóra Ragnarsdóttir, nýr djákni í Skálholtskirkju. Þannig að þið eruð alsæl með þetta? „Já, já, við erum mjög auðmjúk og þakklát. Þetta var falleg athöfn segir Ívar Valbergsson, nýr djákni í Keflavíkurkirkju. Nýju djáknarnir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Ívar Valbergsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýju prestarnir hlakka líka til að taka formlega til starfa innan kirkjunnar. „Við fáum að fylgja fólki í blíðu og stríði og í sorg og gleði. Ég held að það sé það skemmtilegasta við starfið”, segir Steinunn Anna Baldvinsdóttir, nýr prestur í Seljakirkju. „Og fólkið, sem maður fær að þjóna og kynnast,” bætir Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir við en hún er nýr prestur í Lágafellskirkju Hver verða fyrstu embættisverkin? „Ég á að skíra eftir nokkrar vikur, það er bókuð skírn, ætli það verði ekki mitt fyrsta verk,” segir Steinunn Anna. „Ég er að fara að taka upp útvarpsmessu, þannig að það er nóg að gera,” segir Guðlaug Helga. Nýju prestarnir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir (t.h.) og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju djákarnir og nýju prestarnir með vígslubiskupnum í Skálholti, Kristjáni Björnssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bekkurinn var þéttsetinn í Skálholti síðdegis í gær þegar prests- og djáknavígslan fór fram að viðstöddum vígsluvottum. Skálholtskórinn söng, Jón Bjarnason var organisti og þeir Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson spiluðu á trompet. Vígslubiskupinn í Skálholti brá sér í hlutverk Biskups Íslands í athöfninni enda hafði biskup falið Kristjáni Björnssyni að sjá um vígsluna í hennar stað. Hann þurfi meðal annars að tala á latínu. „Já, ég tónaði hana bara til að heilagur andi heyrði betur,” segir Kristján. Og nýju djáknarnir eru ánægðir með að vera orðnir formlega vígðir inn í kirkjustarf þjóðkirkjunnar. „Við erum vígð til kærleiksþjónustu í kirkjunni en hún felst í öllu mögulegu eins og barnastarf, eldri borgara starf, fræðsla og allt mögulegt,”segir Bergþóra Ragnarsdóttir, nýr djákni í Skálholtskirkju. Þannig að þið eruð alsæl með þetta? „Já, já, við erum mjög auðmjúk og þakklát. Þetta var falleg athöfn segir Ívar Valbergsson, nýr djákni í Keflavíkurkirkju. Nýju djáknarnir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Ívar Valbergsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýju prestarnir hlakka líka til að taka formlega til starfa innan kirkjunnar. „Við fáum að fylgja fólki í blíðu og stríði og í sorg og gleði. Ég held að það sé það skemmtilegasta við starfið”, segir Steinunn Anna Baldvinsdóttir, nýr prestur í Seljakirkju. „Og fólkið, sem maður fær að þjóna og kynnast,” bætir Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir við en hún er nýr prestur í Lágafellskirkju Hver verða fyrstu embættisverkin? „Ég á að skíra eftir nokkrar vikur, það er bókuð skírn, ætli það verði ekki mitt fyrsta verk,” segir Steinunn Anna. „Ég er að fara að taka upp útvarpsmessu, þannig að það er nóg að gera,” segir Guðlaug Helga. Nýju prestarnir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir (t.h.) og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju djákarnir og nýju prestarnir með vígslubiskupnum í Skálholti, Kristjáni Björnssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira