Ekki á heimleið: „Á inni nokkur ár á háu stigi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 08:00 Jóhann Berg spilaði lokaleik sinn fyrir þá vínrauðu um helgina. Getty Jóhann Berg Guðmundsson kvaddi Burnley á Englandi um helgina eftir átta ára dvöl. Brottför hans átti sér skamman aðdraganda en hann ákvað sjálfur að slíta samstarfinu. Óvíst er hvað tekur við. Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira