Forsetaáskorunin: Álíka nagli og Jason Statham Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2024 19:00 Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Baldur Þórhallsson er í framboði til forseta Íslands. Baldur Þórhallsson fæddist á Selfossi árið 1968 og ólst upp á bænum Ægissíðu á Rangárvöllum. Faðir hans var rafvirki og móðir frumkvöðull í ferðaþjónustu og verslunarkona. Afi hans og amma voru bændur og tók Baldur virkan þátt í bústörfunum á Ægissíðu en þegar afi hans veiktist tók Baldur við sauðfjárbúinu, þá aðeins 13 ára gamall. Rak hann það þar til hann hóf nám við Menntaskólann á Laugarvatni og flutti á heimavistina þar. Áður hafði Baldur unnið við malbikun fyrir Vegagerðina og í skeifnaverksmiðju. Baldur nam síðar við Háskóla Íslands og útskrifaðist frá Háskólanum í Essex í Bretlandi með doktorspróf í stjórnmálafræði. Baldur hélt aftur heim til Íslands að námi loknu og hefur í 30 ár rannsakað stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu. Rannsóknir hans snúa meðal annars að því hvernig smáríki geta sýnt fyrirhyggju og komið í veg fyrir að krísur komi upp, og hvernig smáríki geta unnið úr þeim krísum sem skella á. Baldur hefur unnið ötullega að mannréttindabaráttu. Kom hann meðal annars að stofnun Félags samkynhneigðra stúdenta við Háskólann, var formaður mannréttindaskrifstofu Íslands, formaður jafnréttisnefndar Háskóla Íslands og starfað með Samtökunum 78. Baldur er giftur Felix Bergssyni. Börn þeirra eru Álfrún Perla Baldursdóttir og Guðmundur Felixson og eiga þeir þrjú barnabörn. Vinna þeir nú nótt sem nýtan dag að yfirgengilegu ofdekri barnabarnanna og hafa sett stefnuna á Norðurlandamet í þeim efnum. Klippa: Forsetaáskorunin: Baldur Þórhallsson Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Uppáhalds staðurinn minn á Íslandi verður að vera sveitin mín, Ægissíða í Rangárvallasýslu, hvar ég ólst upp og á margar mínar dýrmætustu minningar. Þar rekum við fjölskyldan lítið fjölskyldufyrirtæki Hellana við Hellu en í landinu fundust tólf manngerðir Hellar og við höfum opnað fjóra þeirra fyrir almenning að skoða. Talið er að hellar þessir séu mögulega eldri en landnám á Íslandi. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Ég myndi vilja hafa frumkvæði að því að gera fyrsta desember, okkar fullveldisdag, hátíðlegri. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Ætli það sé ekki Old Town road með Lil Nas X. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Nei, engin. Eðli samsæriskenninga er að þær eru uppspuni frá rótum. Höfundar Hávamála voru með þetta á hreinu: Þjóð veit þá þrír vita. Það er ekki nokkur leið að hópur fólks geti haldið leyndarmálum um stóra heimsatburði. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Steikti fiskurinn hans Felix fer á diskinn og ananassafi í glasið. Uppáhalds bíómynd? Mín uppáhalds mynd er Brokeback Mountain, mynd sem ég hef nú horft nokkrum sinnum á. Ljúfsár saga forboðnar ástar sem snerti mig mikið þegar myndin kom út. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mig langar enn að verða fornleifafræðingur, krjúpa í jörðina og grafa eftir fornum gripum. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Ég held mikið upp á Babylon Berlin. Þættirnir gerast í Berlín á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar á tímum uppgangs nasisma þar í landi. Þættirnir spegla vel þann óhugnanlega veruleika sem blasti við íbúum Weimer-lýðveldisins og endaði svo auðvitað í hryllingnum sem tími nasismans var. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Það er auðvitað Crossfit. Ég hef stundað Crossfit í mörg ár og mæti vikulega í Crossfit Reykjavík. Á hringferðinni okkar um landið tókum við upp á því að mæta á Crossfit æfingar í sem flestum bæjum landsins, bara núna um helgina var ég á fimm ára afmælis æfingu CF-SNB stöðinni á Rifi. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Þessi tími gaf mér og Felix meiri samveru með börnunum okkar og barnabörnum, fyrir það er ég þakklátur. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Fyrsta skipti sem ég fór inn á skemmtistað fyrir hinsegin fólk í Reykjavík. Staðurinn hét 22. Ég vissi að Felix væri þar og fór því mig langaði að rekast á hann. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það er ekki bara eitt lag, kannski bara hvað ég er mikill ABBA aðdáandi. Áttu þér draumabíl? Ég er á draumabílnum, Teslunni. Hvernig slappar þú af? Ég slaka á í gufu og heitum potti. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Ætli það sé ekki bara fjölskyldumynd. Dóttir okkar býr með manni sínum og tveimur barnabörnum mínum í næsta húsi við okkur núna. Sonur okkar og hans fjölskylda eru einnig nálægt okkur og ég gæti ekki hugsað mér að halda heimili án nærveru þeirra allra. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Það væri hann Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti. Ég myndi vilja stappa í hann stálinu. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Bara blokkflautuna sem maður lærði á í barnaskóla. Ég leyfi Felix að sjá alfarið um tónlistina á okkar heimili. Mér þykir of vænt um fjölskyldu mína og vini til að gera þeim hljóðfæraleik minn. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég hef reyndar aldrei spilað tölvuleiki en spila reglulega borðspil með fjölskyldu og vinum. Ticket to ride er í miklu uppáhaldi. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Ef ég mætti velja þá væri það Bruce Willis, en hann á því miður erfitt um þessar mundir. Ef Bruce kæmist ekki, þá Jason Statham. Mér hefur verið sagt að við séum álíka miklir naglar. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Steinunni Ólínu Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Það verða að vera döðlur á pizzu, helst bara döðlur á öllu. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Baldur Þórhallsson er í framboði til forseta Íslands. Baldur Þórhallsson fæddist á Selfossi árið 1968 og ólst upp á bænum Ægissíðu á Rangárvöllum. Faðir hans var rafvirki og móðir frumkvöðull í ferðaþjónustu og verslunarkona. Afi hans og amma voru bændur og tók Baldur virkan þátt í bústörfunum á Ægissíðu en þegar afi hans veiktist tók Baldur við sauðfjárbúinu, þá aðeins 13 ára gamall. Rak hann það þar til hann hóf nám við Menntaskólann á Laugarvatni og flutti á heimavistina þar. Áður hafði Baldur unnið við malbikun fyrir Vegagerðina og í skeifnaverksmiðju. Baldur nam síðar við Háskóla Íslands og útskrifaðist frá Háskólanum í Essex í Bretlandi með doktorspróf í stjórnmálafræði. Baldur hélt aftur heim til Íslands að námi loknu og hefur í 30 ár rannsakað stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu. Rannsóknir hans snúa meðal annars að því hvernig smáríki geta sýnt fyrirhyggju og komið í veg fyrir að krísur komi upp, og hvernig smáríki geta unnið úr þeim krísum sem skella á. Baldur hefur unnið ötullega að mannréttindabaráttu. Kom hann meðal annars að stofnun Félags samkynhneigðra stúdenta við Háskólann, var formaður mannréttindaskrifstofu Íslands, formaður jafnréttisnefndar Háskóla Íslands og starfað með Samtökunum 78. Baldur er giftur Felix Bergssyni. Börn þeirra eru Álfrún Perla Baldursdóttir og Guðmundur Felixson og eiga þeir þrjú barnabörn. Vinna þeir nú nótt sem nýtan dag að yfirgengilegu ofdekri barnabarnanna og hafa sett stefnuna á Norðurlandamet í þeim efnum. Klippa: Forsetaáskorunin: Baldur Þórhallsson Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Uppáhalds staðurinn minn á Íslandi verður að vera sveitin mín, Ægissíða í Rangárvallasýslu, hvar ég ólst upp og á margar mínar dýrmætustu minningar. Þar rekum við fjölskyldan lítið fjölskyldufyrirtæki Hellana við Hellu en í landinu fundust tólf manngerðir Hellar og við höfum opnað fjóra þeirra fyrir almenning að skoða. Talið er að hellar þessir séu mögulega eldri en landnám á Íslandi. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Ég myndi vilja hafa frumkvæði að því að gera fyrsta desember, okkar fullveldisdag, hátíðlegri. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Ætli það sé ekki Old Town road með Lil Nas X. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Nei, engin. Eðli samsæriskenninga er að þær eru uppspuni frá rótum. Höfundar Hávamála voru með þetta á hreinu: Þjóð veit þá þrír vita. Það er ekki nokkur leið að hópur fólks geti haldið leyndarmálum um stóra heimsatburði. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Steikti fiskurinn hans Felix fer á diskinn og ananassafi í glasið. Uppáhalds bíómynd? Mín uppáhalds mynd er Brokeback Mountain, mynd sem ég hef nú horft nokkrum sinnum á. Ljúfsár saga forboðnar ástar sem snerti mig mikið þegar myndin kom út. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mig langar enn að verða fornleifafræðingur, krjúpa í jörðina og grafa eftir fornum gripum. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Ég held mikið upp á Babylon Berlin. Þættirnir gerast í Berlín á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar á tímum uppgangs nasisma þar í landi. Þættirnir spegla vel þann óhugnanlega veruleika sem blasti við íbúum Weimer-lýðveldisins og endaði svo auðvitað í hryllingnum sem tími nasismans var. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Það er auðvitað Crossfit. Ég hef stundað Crossfit í mörg ár og mæti vikulega í Crossfit Reykjavík. Á hringferðinni okkar um landið tókum við upp á því að mæta á Crossfit æfingar í sem flestum bæjum landsins, bara núna um helgina var ég á fimm ára afmælis æfingu CF-SNB stöðinni á Rifi. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Þessi tími gaf mér og Felix meiri samveru með börnunum okkar og barnabörnum, fyrir það er ég þakklátur. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Fyrsta skipti sem ég fór inn á skemmtistað fyrir hinsegin fólk í Reykjavík. Staðurinn hét 22. Ég vissi að Felix væri þar og fór því mig langaði að rekast á hann. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það er ekki bara eitt lag, kannski bara hvað ég er mikill ABBA aðdáandi. Áttu þér draumabíl? Ég er á draumabílnum, Teslunni. Hvernig slappar þú af? Ég slaka á í gufu og heitum potti. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Ætli það sé ekki bara fjölskyldumynd. Dóttir okkar býr með manni sínum og tveimur barnabörnum mínum í næsta húsi við okkur núna. Sonur okkar og hans fjölskylda eru einnig nálægt okkur og ég gæti ekki hugsað mér að halda heimili án nærveru þeirra allra. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Það væri hann Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti. Ég myndi vilja stappa í hann stálinu. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Bara blokkflautuna sem maður lærði á í barnaskóla. Ég leyfi Felix að sjá alfarið um tónlistina á okkar heimili. Mér þykir of vænt um fjölskyldu mína og vini til að gera þeim hljóðfæraleik minn. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég hef reyndar aldrei spilað tölvuleiki en spila reglulega borðspil með fjölskyldu og vinum. Ticket to ride er í miklu uppáhaldi. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Ef ég mætti velja þá væri það Bruce Willis, en hann á því miður erfitt um þessar mundir. Ef Bruce kæmist ekki, þá Jason Statham. Mér hefur verið sagt að við séum álíka miklir naglar. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Steinunni Ólínu Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Það verða að vera döðlur á pizzu, helst bara döðlur á öllu.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira