Körfubolti

Celtics unnu fyrsta leik í fram­lengingu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jaylen Brown (til hægri) tryggði Celtics framlengingu í nótt. Jayson Tatum sá svo til sigursins.
Jaylen Brown (til hægri) tryggði Celtics framlengingu í nótt. Jayson Tatum sá svo til sigursins. Nick Cammett/Getty Images

Boston Celtics unnu 133-128 eftir framlengingu gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígis austurdeildarinnar.

Boston var með yfirhöndina lengst af í leiknum en á síðustu fjórum mínútum þriðja leikhluta minnkuðu Pacers muninn úr fjórtan stigum niður í eitt. Þeir virtust svo ætla að stela sigrinum undir lokin en Jaylen Brown setti þrist úr horninu fyrir Celtics þegar 5,7 sekúndur voru eftir og jafnaði leikinn.

Jayson Tatum spilaði svo stórkostlega í framlengingu, skoraði 10 stig og leiddi Celtics að sigrinum. Hann endaði leikinn allan með 36 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar.

Næsti leikur Boston Celtics og Indiana Pacers í úrslitaeinvígi austursins hefst á miðnætti aðfaranótt föstudag.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×