Björn Þorláks segir Katrínu ekki virða sig viðlits Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 13:36 Björn og Gunnar Smári halda því fram að Katrín forðist sig eins og heitan eldinn. vísir/vilhelm Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, sem nú fer um víðan völl við að kynna sig sem slíka, vilji síður ræða spillingu og annan óskunda við þá Björn Þorláksson og Gunnar Smára Egilsson sem halda úti viðtalsþáttum á Samstöðinni. Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé. Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé.
Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00