„Þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:40 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Afturelding tapaði gegn FH á heimavelli 27-28. FH-ingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
„Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira