„Þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:40 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Afturelding tapaði gegn FH á heimavelli 27-28. FH-ingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
„Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira