Erlent

Kín­verjar æfa inn­rás á Taí­van

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kínverjar segja að æfingin eigi að standa í tvo daga og að henni sé ætlað að líkja eftir allsherjar innrás á Taívan.
Kínverjar segja að æfingin eigi að standa í tvo daga og að henni sé ætlað að líkja eftir allsherjar innrás á Taívan. CFOTO/Future Publishing via Getty Images

Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu.

Þrír dagar eru nú liðnir síðan forseti Taívans, William Lai tók við embætti en yfirvöld í Beijing, sem líta á Taívan sem hluta af Kína sjá nýja forsetann sem mikinn vandræðagemsa. Taívanar líta hinsvegar á sig sem sjálfstæða þjóð, þótt flest ríki heims viðurkenni ekki þá staðhæfingu, til þess að styggja ekki Kínverja.

Heræfingarnar nú miða að því að líkja eftir allsherjarinnrás á eyjuna, en það hafa Kínverjar ekki gert áður þegar þeir hafa viljað hnykla vöðvana gagnvart Taívan. Síðasta heræfing líkti eftir því að Kínverjar settu hafnbann á Taívan.

Varnarmálaráðuneyti Taívans hefur þegar fordæmt heræfingarnar og segja þær stórhættulega ögrun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×