Vitnaði í Wenger og segir reynslumikið lið mæta til leiks á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 14:01 Southgate á HM í Katar 2022. Marc Atkins/Getty Images Evrópumót karla í knattspyrnu fer fram 14. júní til 14. júlí í Þýskalandi. Lærisveinar Gareth Southgate í enska landsliðinu leika í C-riðli ásamt Slóveníu, Danmörku og Serbíu. Þjálfarinn vakti mikla athygli þegar hann valdi 33 manna úrtakshóp en alls má taka 26 leikmenn með sér á mótið. Southgate hefur farið sínar eigin leiðir síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir HM 2018 í Rússlandi en heldur þó alltaf nær tryggð við þá leikmenn sem hafa staðið sig vel undir hans stjórn. Það var því talið næsta öruggt að Jordan Henderson, leikmaður Ajax, yrði valinn þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára og hafa spilað illa í bæði Hollandi og Sádi-Arabíu þar á undan. Henderson var á endanum ekki í hópnum og sömu sögu er að segja af Marcus Rashford, framherja Manchester United. „Þú þarft alltaf reynslu, þarft samheldni í hópnum en þetta opnar dyrnar fyrir unga leikmenn sem hafa verið að standa sig vel,“ sagði Southgate meðal annars í ítarlegu viðtali við Sky Sports eftir að hópurinn var tilkynntur. Af þeim 33 leikmönnum sem voru valdir eru sumir sem vekja meiri athygli en aðrir. Þar má nefna Curtis Jones, Harrell Quansah (báðir Liverpool), Adam Wharton (Crystal Palace), Jarrad Branthwaite (Everton) og markvörðurinn James Trafford (Burnley). Sá síðastnefndi var kominn á varamannabekkinn undir lok leiktíðar að því ógleymdu að Burnley féll og leikur í B-deildinni á næstu leiktíð. Trafford hefur þó spilað vel með yngri landsliðum Englands og virðist það vera ástæðan fyrir liðsvalinu. Það og að England á einfaldlega ekki það marga markverði í hæsta gæðaflokki. Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford) „Þetta er einfalt og ég nota alltaf sömu ummælin sem Arsene Wenger sagði á sínum tíma, hann er klár maður - mun klárari en ég. Wenger sagði við mig að maður ætti að stjórna hlutunum eins og maður yrði í því starfi að eilífu en gæti samt sem áður verið rekinn á morgun. Þannig reyni ég að vinna mína vinnu,“ sagði Southgate um valið á ungu leikmönnunum. „Þetta gefur ungum leikmönnum tækifæri að vera með enska landsliðinu, sumir þeirra komast kannski í hópinn nú og aðrir mögulega síðar,“ bætti hann við. Þá vakti sérstaka athygli að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun að taka. Það er hægt að taka eitt spurningamerki með en aðeins ef hann getur verið klár fyrir útsláttarkeppnina. Þegar þar að kemur er kominn langur tími síðan hann spilaði síðast svo ég held að við þurfum eflaust að sjá hann spila fyrir það,“ sagði Southgate um stöðuna á Shaw. Í viðtalinu við Sky Sports fer Southgate um víðan völl og ræðir meðal annars stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Harry Kane. Sá var meiddur undir lok tímabils en ætti að vera klár þegar landsliðhópurinn kemur saman. Þá bætti hann við að þegar á hólminn yrði komið yrði England með reynslumikið lið og flestir leikmanna þess væru að fara á sitt þriðja stórmót. Að því sögðu hefur það vakið mikla athygli að Harry Maguire, miðvörður liðsins, er þriðji markahæsti leikmaður þess með 7 mörk á eftir Bukayo Saka (11) og Kane (62). EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Sjá meira
Southgate hefur farið sínar eigin leiðir síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir HM 2018 í Rússlandi en heldur þó alltaf nær tryggð við þá leikmenn sem hafa staðið sig vel undir hans stjórn. Það var því talið næsta öruggt að Jordan Henderson, leikmaður Ajax, yrði valinn þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára og hafa spilað illa í bæði Hollandi og Sádi-Arabíu þar á undan. Henderson var á endanum ekki í hópnum og sömu sögu er að segja af Marcus Rashford, framherja Manchester United. „Þú þarft alltaf reynslu, þarft samheldni í hópnum en þetta opnar dyrnar fyrir unga leikmenn sem hafa verið að standa sig vel,“ sagði Southgate meðal annars í ítarlegu viðtali við Sky Sports eftir að hópurinn var tilkynntur. Af þeim 33 leikmönnum sem voru valdir eru sumir sem vekja meiri athygli en aðrir. Þar má nefna Curtis Jones, Harrell Quansah (báðir Liverpool), Adam Wharton (Crystal Palace), Jarrad Branthwaite (Everton) og markvörðurinn James Trafford (Burnley). Sá síðastnefndi var kominn á varamannabekkinn undir lok leiktíðar að því ógleymdu að Burnley féll og leikur í B-deildinni á næstu leiktíð. Trafford hefur þó spilað vel með yngri landsliðum Englands og virðist það vera ástæðan fyrir liðsvalinu. Það og að England á einfaldlega ekki það marga markverði í hæsta gæðaflokki. Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford) „Þetta er einfalt og ég nota alltaf sömu ummælin sem Arsene Wenger sagði á sínum tíma, hann er klár maður - mun klárari en ég. Wenger sagði við mig að maður ætti að stjórna hlutunum eins og maður yrði í því starfi að eilífu en gæti samt sem áður verið rekinn á morgun. Þannig reyni ég að vinna mína vinnu,“ sagði Southgate um valið á ungu leikmönnunum. „Þetta gefur ungum leikmönnum tækifæri að vera með enska landsliðinu, sumir þeirra komast kannski í hópinn nú og aðrir mögulega síðar,“ bætti hann við. Þá vakti sérstaka athygli að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun að taka. Það er hægt að taka eitt spurningamerki með en aðeins ef hann getur verið klár fyrir útsláttarkeppnina. Þegar þar að kemur er kominn langur tími síðan hann spilaði síðast svo ég held að við þurfum eflaust að sjá hann spila fyrir það,“ sagði Southgate um stöðuna á Shaw. Í viðtalinu við Sky Sports fer Southgate um víðan völl og ræðir meðal annars stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Harry Kane. Sá var meiddur undir lok tímabils en ætti að vera klár þegar landsliðhópurinn kemur saman. Þá bætti hann við að þegar á hólminn yrði komið yrði England með reynslumikið lið og flestir leikmanna þess væru að fara á sitt þriðja stórmót. Að því sögðu hefur það vakið mikla athygli að Harry Maguire, miðvörður liðsins, er þriðji markahæsti leikmaður þess með 7 mörk á eftir Bukayo Saka (11) og Kane (62).
Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Sjá meira