Lífið samstarf

„Bannað að hvísla að dómaranum!!“

Leikið um landið
Hiti er að færast í leikinn milli liða FM957, Bylgjunnar og X977 sem ferðast nú hringinn í kringum landið og keppa í stórskemmtilegum þrautum. 
Hiti er að færast í leikinn milli liða FM957, Bylgjunnar og X977 sem ferðast nú hringinn í kringum landið og keppa í stórskemmtilegum þrautum. 

Öðrum keppnisdegi Leikið um landið er lokið eftir æsispennandi keppni milli Bylgjunnar, FM957 og X977.

Talsverður hiti er að færast í leikinn og mögulega smá titringur í liðunum. FM957, sigurliðið frá í fyrra hefur ekki náð sér almennnilega á strik en Bylgjan, liðið sem FM957 hafði „núll áhyggjur” af og var „none factor“ í augum X977, kom sterkt inn í fyrstu áskorun dagsins, keilukeppninni þar sem fella átti turna af súkkulaði og rústaði keppninni.

Lið Bylgjunnar í ár skipa Þórdís Valsdóttir og Ómar Úlfur, lið X977 skipa Tommi Steindórs og Ingimar Helgi og lið FM957 skipa Egill Ploder og Kristín Ruth. Hægt er að fylgjast á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna.

Liðin tókust næst á í siglingu um Fjallsárlón þar sem þau kepptu um hvaða lið næði „bestu mynd af jökli.” Þar var lið X977 greinilega í mestum tengslum við náttúruna og náði bestu myndinni. 

„Hvað ertu að teikna, skít?”

Taugarnar þandar hjá Þórdísi Valsdóttur í Bylgjuliðinu sem tekur keppnina engum vettlingatökum í ár.

Lið Bylgjunnar var kannski dálítið hátt uppi eftir sigurinn í keilukeppninni gaf lítið fyrir ólystugar undirbúningsteikningar X-manna en nú kepptu liðin um hver steikti og framreiddi besta hamborgarann. Lið FM957 var sjálfsöryggið uppmálað í upphafi keppninnar og lofaði atgangurinn í eldhúsinu virkilega góðu.  Dómarinn var hins vegar grjótharður. „Þessir tveir eru nánast eins,” sagði hann um hamborgara FM og Bylgjunnar. X-borgarinn rústaði þessu.

Lítið var gert úr undirbúningstekiningum X-liðsins sem engu að síður rústaði hamborgarakeppninni.

Mesta mýktin 

Liðin nota Verna appið til að fylgjast með akstrinum en þau keyra hringinn á rafbílum, Bylgjan á Polestar, FM957 á Volvo og X977 á Ford Mustang. Eftir erfiðan keppnisdag skein stjarna FM loks skærast og þar kom nýliðinn og ökuþórinn Kristín Ruth sterk inn og rústaði aksturskeppninni, besta skorið, besti aksturinn og mesta mýktin.

Kristín Ruth kom sá og sigraði aksturskeppnina fyrir lið FM957 enda annálaður ökuþór.

Í lok annars keppnisdags leiðir „none factor” liðið Bylgjan með 11 stig, þá kemur X977 með 9 stig og sigurvegarar síðast árs FM957 reka lestina með 8 stig. 

Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig:

Klippa: Æsispennandi keppnisdegi 2 lokið - Leikið um landið

En þetta er alls ekki búið og allt getur ennþá gerst. Fylgist með á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×