Fjöldi nefnda ríkisins kemur á óvart Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2024 16:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en á vegum stjórnarráðsins eru fjölmargara nefndir sem Bjarni hefur varla tölu á. vísir/vilhelm Á vegum ríkisins eru 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir og 72 stjórnir. Kostnaðurinn við að halda öllu þessu úti er 1,7 milljarðar króna. „Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira