Kunnuglegir kappar í liði ársins í NBA og gott fyrir budduna hjá sumum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2024 19:32 Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets fengu báðir frábæra kosningu í úrvalslið eitt á þessu NBA tímabili. Getty/Ron Jenkins Úrvalslið NBA deildarinnar í körfubolta er næstum því óbreytt frá því í fyrra. Fjórir leikmenn sem voru valdir í ár, voru líka valdir í fyrra. Úrvalsliðin þrjú hafa verið tilkynnt. Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024 NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira