Fótbolti

Juventus neitar að endur­greiða Ronaldo van­goldin laun

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madrid árið 2018. Hann varð tvívegis deildar- og bikarmeistari með félaginu.
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madrid árið 2018. Hann varð tvívegis deildar- og bikarmeistari með félaginu. Giuseppe Cottini/NurPhoto via Getty Images

Juventus hefur mótmælt niðurstöðu gerðardóms ítalska knattspyrnusambandsins sem sagði félagið skulda Cristiano Ronaldo 9,8 milljónir evra í vangoldin laun.

Ronaldo samþykkti að láta tímabundið eftir hluta af launum sínum til að létta á greiðslubyrði Juventus í kórónuveirufaraldrinum. Hann heldur því nú fram að Juventus hafi ekki endurgreitt öll vangoldin laun.

Ronaldo fór fram á 19,6 milljóna evra launaleiðréttingu og kvaðst hafa undir höndum skriflegt samkomulag við Juventus um þá upphæð.

Niðurstaða gerðardóms var birt fyrir rúmum mánuði. Hún varð sú að samkomulagið væri ekki lagalega bindandi, en félagið skyldi engu að síður endurgreiða Ronaldo 9,8 milljónir evra.

Lögfræðingar Juventus hafa hellt sér yfir málið undanfarin mánuð og nú gefið út að niðurstöðunni sé hafnað.

Málið mun því fara fyrir almenna dómstóla í Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×