Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 08:53 Lagt er til að börnum yngri en 16 ára verði ekki heimilt að eiga farsíma eða vera á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur. Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum. Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum.
Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira