Leuven átti ekki möguleika á titlinum fyrir lokaumferðina og endaði í 3. sæti deildarinnar, 4 stigum frá 2. sætinu og 6 stigum frá meisturunum Anderlecht.
Anderlecht tryggði sér titilinn með 4-2 sigri gegn Genk. Standard Liege hafnaði í 2. sæti, þær unnu sinn leik sömuleiðis stórt, 5-1 gegn Club Brugge, en þurftu að treysta á tap hjá Anderlecht til að enda í efsta sæti.
Alls voru því 19 mörk skoruð í þessum þremur lokaleikjum sem verður að teljast býsna mikið.